Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 37

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ fSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI um, sem hófst í maí og stendur fram í september, mun gestafjöldinn í skálanum nema um einni milljón. Besti skáli sýningarinnar „Við höfum fengið afskaplega góða umfjöllun í portúgölskum fjölmiðlum sem og í alþjóðlegum miðlum. í einu portúgölsku tímariti var fjallað um heimssýninguna á þann hátt að dreg- in voru upp jákvæðustu atriðin og þau neikvæðustu og þar fengum við ein- faldlega þá einkunn að vera með besta skálann. Hann var sagður einfaldur, fallegur og skila því sem af honum væri ætlast. Japönsk sjónvarpsstöð gerði þátt um sýninguna og valdi 12 bestu skálana til umfjöllunar og þar vorum við á meðal. Skálinn okkar var líka talinn einn af 10 þeim athyglis- verðustu í grein sem portúgalskt blað var með í byrjun sýningarinnar og þannig má áfram halda," segir Ragn- heiður. Ekki áróðursbás fyrir íslenskum fiskafurðum íslenski skálinn samanstendur af tveimur sölum. í fyrsta lagi er stór sal- Löng biðröð að íslenska skálanum. Svona er aðsóknin flesta daga. ur þar sem er afgreiðsla og yfirskrift á áberandi stað, þ.e. „Föðurland vort hálft er hafið" í þessu hluta er einnig sérstakur margmiðlunarbás þar sem gestir geta fengið fræðslu um sjávarút- veg, aðrar atvinnugreinar á íslandi, ferðaþjónustu og margt annað sem snýr að íslensku þjóðlífi. Inn af þess- um stóra sal er annar þar sem sýnd er stutt kvikmynd um ísland og um- gjörðin í sýningarsalnum er þannig að líkast er því að gestirnir standir á ís- lenskri strönd. „Við renndum blint í sjóinn með uppsetninguna á skálanum en lögðum upp með þá hugmynd að básinn hefði stillt og kalt yfirbragð. Árna Páli Jó- hannssyni, hönnuði skálans, hefur einmitt tekist að ná þessu fram og við finnum að þetta er tilfinningin sem gestirnir fá. Við komum fram upplýsingum í básnum um okkar sjávarútveg og sölu á íslenskum afurðum en við lögðum ekki upp úr að þarna væri þungur söluáróður. Við höfum allan tímann verið mjög meðvituð um að í sam- ræmi við þema sýningarinnar væri besta leiðin að koma á framfæri áróðri um sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar sem við eigum í hafinu við ísland, segjum frá okkar virðingu gagnvart fiskistofnunum, kynnum starf Hafró og svo framvegis," segir Ragnheiður. íslendingum nauðsynlegt að taka þátt Útflutningsráð er umsjónaraðili með íslenska skálanum á heimssýningunni í umboði forsætisráðuneytisins. Styrkt- araðilar skálans eru síðan Hampiðjan, LÍÚ, íslenskar sjávarafurðir, SÍF, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Eim- skip. Skammt frá innganginum á sýning- una er komið að íslenska skálanum og vekur þessi góða staðsetning strax at- hygli. ísland er þannig mun betur staðsett en t.d. aðrar Norðurlanda- þjóðirnar og viðurkennir Ragnheiður að staðsetningin geti skipt máli gagn- vart aðsókninni. „Það er ómögulegt að meta hverju skálinn og þátttaka í sýningunni skilar íslendingum. Við höfum oft sest niður hér hjá Útflutningsráði og reynt að velta þessari spurningu fyrir okkur og við henni er ekki til eitt svar. Ég er samt þeirrar skoðunar að það hefði vakið mjög mikla athygli ef við hefð- um ekki tekið þátt þegar um er að ræða heimssýningu sem snýst um haf- ið. Ég tel því hárrétta ákvörðun að taka þátt í sýningunni og íslendingar eru þarna í sviðsljósi á sýningu sem milijónir manna sækja. Það hlýtur að skila sér í einhverju fomi," segir Ragn- heiður. Margmiðlunarefni um ísland er mjög vel útfcert og óformlegar kannanir benda til að fslendingum takist best upp þeirra þjóða sem velja þennan kynningarmáta á EXPO ‘98. fflR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.