Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 19
Fjarskipti í sjávarútvegi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI ingakerfum beint inn í bókhaldskerfið heima á skrifstofu og þannig þurfi ekki að tvíslá upplýsingar inn. Þannig hlýt- ur framtíðin að vera," segir Sigurbjörn. Odýrt miðað við annað Undantekningalaust berst allur póstur að og frá skipi á leiðarenda og í yfir- gnæfandi fjölda tilvika tekur sending- in mjög stuttan tíma. „Ég hef þó séð allt upp í um tvo tíma líða þar til póstur kemst á leiðar- enda en slíkt heyrir til algerra undan- tekninga og gerist einungis á álagstím- um," segir Sigurbjörn. Kostir tölvupóstsamskipta við heim- ilið segir Sigurbjörn að séu margir. Fyr- ir það fyrsta sé mikilvægt að þetta eru samskipti sem enginn annar getur hlerað eða lesið og einnig eru þetta til- tölulega kostnaðarlítil samskipti, mið- að við tal í gegnum strandstöðvar eða gervihnetti. Pósthús á skipunum „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni verð- ur hálfgert pósthús á skipunum þar sem tölva tekur á móti pósti og flokkar hann niður eftir skipverjum. Síðan má hugsa sér að Irver og einn hafi sitt pósthólf sem enginn annar getur kom- ist í. Búnaðurinn ætti síðan að halda utan um skráningu á notkun hvers og eins þannig að hægt sé að innheimta fyrir notkun. í dag býður tæknin ekki upp á þennan möguleika en það kem- ur að þeim tímapunkti," segir Sigur- björn og viðurkennir að þróunin í gervihnattasímum sé einnig á hraðferð og hugsanlega taki hún tölvupóst- inum fram í framtíðinni. „Að vísu skal það haft í huga þegar rætt er um þróunina í fjarskiptunum úti á sjó að nú er að fjölga gervihnatta- kerfunum og þau eru hraðbyri að verða ódýrari. í dag er nánast hver ein- asti maður kominn með GSM síma og við vitum að það er stutt í að síma- notkun færist upp í gervihnetti og þar með verður símasamband með þessum litlu handsímum úti á sjó. Ætli það Sigurbjöm segir að í dag séu tölvupóst- sendingar utan af sjó mjög auðvelt sainskiptaform við land. verði ekki þannig allir verði með síma á sér um borð og að við þurfum að setja upp merkingu í stakkaklefunum þar sem mönnum verður bannað að hafa með sér sima á snyrtiborðið! Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því í hvora áttina þróunin verður hraðari, þ.e. í tölvupóstnotkuninni eða tal- símunum," segir Sigurbjörn. Léttari dagar þegar hægt er að ná sambandi heim Almennt segir Sigurbjörn það kröfu sjómanna að þeir hafi ætíð góða möguleika á að hafa samband til síns heima í landi þegar þeir vilja. „Ég þarf ekki að hugsa mörg ár aftur í tímann til að muna að ekkert var annað í boði en strandarstöðvarnar. Þegar túrarnir eru orðnir 30-40 daga langir þá er ekki mönnum annað bjóð- andi en hafa góða fjarskiptamögu- leika. Ég sé mikinn mun á mann- skapnum þegar auðvelt er að hafa símasamband heim og þeim dögum þegar við erum utan símasambands. Ég ætla ekki að líkja því saman. Sam- skiptin við fjölskylduna eru hiklaust eitt það mikilvægasta gagnvart því andlega álagi sem sjómennskunni fylgir og þarna getur tölvupósturinn hjálpað mikið þrátt fyrir að bréfin séu ekki löng. Það verður með tímanum ákveðin kúnst að geta sagt mikið í fáum orðum," segir Sigurbjörn. Símakostnaður sjómanna mikill Síminn er það tæki sem mörgum sjómanninum þykir hvað vænst um í löngum útilegum til sjós. Það að vera utan símasambands getur tekið á taugarnar - enda nauðsynlegt að geta haldið uppi sambandi við fjöl- skylduna í landi og fylgjast með framvindunni á heimilinu. En þessi nauðsynlegi þáttur er hreint ekki sá útgjaldaminnsti í heimilisrekstri sjó- manna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ægir hefur aflað sér meðal tog- arasjómanna er ekki óvarlegt að áætla að fjölskyldumaður til sjós, sem er á sjó 8-9. mánuði á ári, þurfi að verja að jafnaði 30-40 þúsund krónum í símanotkun á ári. Þá er ótalinn hinn hefðbundna heimilis- símanotkun fjölskyldunnar. í mörg- um tilfellum getur þessi kostnaður verið töluvert hærri, allt fer þetta eftir því hversu ötulir menn eru við símann. í þessu sambandi benda sjómenn gjarnan á annað atriði og það er hversu slæmt samband geti verið þegar talað er í gegnum strandar- stöðvarnar. Fyrir vikið geti slæmt samband lengt símtölin til muna og þar með kostnaðinn, auk heldur sem ekki sé óalgengt að bíða þurfi lengi á álagstímum eftir að fá afgreiðslu hjá strandarstöðvunum. Alla jafna reyni menn því að spara símtöl í gegnum stöðina og bíða fremur eftir að skipin komist í farsímasamband. ÆGiIR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.