Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 34

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 34
 Sex mánaða uppgjör sjávarútvegsfyrirtækjanna 275 milljónir í plús á Eskifirði Fyrstu sex mánuði ársins skilaði Hraðfryslihús Eskifjarðar 275 rnillj- ónum í hagnaði. Þetta er 30 milljón- um króna betri afkoma en á fyrstu sex mánuðum ársins 1997 og hvað athyglisverðust er lækkun fjár- magnsgjalda fyrirtækisins um 120 milljónir króna milli ára. ÚA í hagnað eftir langvarandi tap Útgerðarfélag Akureyringa hefur átt erfitt undanfarin ár og sést það vel á taptölum áranna 1995-1997. Á fyrstu sex mánuðum ársins skilar félagið 192 milljónum í hagnað og þetta eru fyrstu hagnaðartölurnar sem sjást hjá fyrirtækinu síðan 1994. Eignasala skýrir verulegan hluta hagnaðarins en samt sem áður er hagnaður af reglulegri starfsemi. Stökk hjá Krossanesi Krossanesverksmiðjan skilar 45 milljóna hagnaði fyrstu sex rnánuð- ina. Hagnaðurinn jókst milli sant- bærilegra tímabila áranna 1998 og 1997 úr 5,5 milljónum í 45 milljónir. TJIestar afkomutölur setn kotnið -l hafa frá sjávarútvegsfyrirtcekjum síðustu vikurnar og sýna uppgjör á fyrri hluta ársins benda til að vel ári í sjávarútveginum um jtessar mund- ir. Hjá flestuni fyrirtœkjinn er rekstr- arbati, efborið er sanian við árið í fyrra og almennt er ekki að sjá ann- að en sjávarútvegsfyrirtœkin séu flest að styrkja stöðu sína og spila vel tír góðœrinu. Á verðbréfaniarkaðniini er vel fylgst með tölum sjávanítvegsfyr- irteekjanna og þar rýna menn ekki aðeins í niðustöðutölurnar sjálfar, heldur og ekkert síður aðrar lykiltöl- ur í uppgjönmum sem skýra batann. Ægir leitaði til Þorvalds Lúðvíks Sig- urjóttssonar, verðbréfaniiðlara hjá Kaupþingi Norðurlands, og fékk hann til að nieta stöðuna. „Fyrirtækin eru almennt að skila betri árangri. Ef við lítum t.d. á Út- gerðarfélag Akureyringa þá er fyrirtæk- ið loksins að skila hagnaði af reglu- legri starfsemi og sýnir viðsnúning milli ára upp á 100 milljónir króna. Enn er þó langt í það að afkoman geti talist viðunandi, en viðsnúningurinn lofar góðu." Ef horft er heilt yfir sviðið þá sýnist mér mestu umskiptin liggja í fjár- magnsliðum fyrirtækjanna. Sem dæmi má benda á Hraðfrystihús Eskifjarðar sem greiddi um 140 milljónir í fjár- magnsliði í fyrra en aðeins 20 milljón- ir sama sex mánaða tímabilið í ár. Þarna kemur til sterk staða krónunnar á sama tíma og japanska jenið hefur lækkað. Sjávarútvegurinn er að stór- um hluta skuldsettur í jenum og þegar jenið lækkar svona mikið þá gjör- breytir það fjármagnskostnaði fyrir- tækjanna." segir Þorvaldur. Fyrirtækin eru betur búin undir lægðirnar Miðað við tölurnar í milliuppgjörun- um segir Þorvaldur lítinn vafa leika á að mörg fyrirtæki séu að styrkja stöðu sína með bættum rekstri og betri af- komu. „Við erum að sjá framlegðartölur fyrir skatta og óreglulega liði upp á 11% hjá Síldarvinnslunni hf., 14% hjá Granda, 17% hjá Krossanesi, 9,2% hjá Tanga og þannig mætti halda áfram. Hjá öllum þessum fyrirtækjum, og mun fleirum til, hefur verið fjárfest mikið á undanförnum árum og notað til þess aukið hlutafé og hagnaður af rekstri. Staða þeirra í dag sýnir að þau geta mun betur tekið á sig lægðir þeg- ar þær koma," segir Þorvaldur. „Hins vegar er ekki rétt að tala um sjávarút- veginn einungis sem eina afmarkaða grein, þar sem innan greinarinnar eru fyrirtæki sem standa verr, og Ijóst að t.a.m. verður afkoman af rækju- vinnslu í ár ekki í líkingu við s.l. ár. Þar er ennfremur búið að fjárfesta mjög mikið á s.l. tveimur árum, og nánast hver fjörður sem státar sig af fullkomnustu rækjuverksmiðju á land- inu," segir Þorvaldur. Fjarmal Fyrirtækin eru að spila rétt úr uppsveiflunni Um þá spurningu hvort sjávarútvegs- fyrirtækin hafi á undanförnum árum spilað rétt úr samdrætti í afla, niður- sveiflutímanum sem stundum er svo kallaður, segir Þorvaldur að miklu fremur vilji hann horfa á hvernig fyr- irtækin hafi brugðist við í uppsveifl- unni. „Ég vil frekar segja að fyrirtækin hafi spilað rétt úr uppsveiflunni þegar hún kom. Núna hafa menn nýtt góð- ærið til að búa í haginn og horfa fram á veginn, með fjárfestingum í aukinni hagræðingu og framleiðni. Það er skynsamleg stefna." Ríkissjóður má vænta meiri skatta af sjávarútvegi Þorvaldur segir að ef horft sé vítt yfir 34 máiu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.