Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 8
Fjarskiptastöðin í Gufunesi er þungamiðjan í starfi strandarstöðvanna:
„Tel þjónustu okkar mikils
virði fyrir sjófarendur66
- segir Stefán Arndal, stöðvarstjóri
TJjarskiptastöðm í Gufunesi er mið-
-T stöð fjarskipta við skip, flugvélar
í millilandaflugi, auk þess að gegna
þýðingarmiklu hlutverki í tilkynn-
ingarskyldu skipa og báta. Stefán
Arndal, stöðvarstjóri í Gufunesi, segir
í sanitali við Ægi að vafalítið muni
strandarstöðvarnar fá vaxandi sam-
keppni á komandi árum með fjölgun
gervilmattakerfa og aukinni fram-
leiðslu og notkun gervihnattasíma.
Enn sem komið er sé notkun gervi-
hnattasíma mun dýrari en talsam-
band ígegnum strandarstöðvarnar
og á því sviði hafi strandarstöðvarn-
ar forskot í samkeppninni. Stefán
bendir á að þrátt fyrir að margir
gagnrýni gjaldskrá strandarstöðv-
anna þá sýtii samanburður við sömu
þjónustu í öðrum löndum að hér á
landi sé þjónustan mun ódýrari. En
staðreyndin sé sú að hún standi ekki
utidir sér og hafi aldrei gert.
Fjarskiptastöðin í Gufunesi hóf
starfsemi árið 1935, upphaflega til al-
mennra símafjarskipta við útlönd, sem
þá fóru fram á stuttbylgjum, en þá
hafði Loftskeytastöðin í Reykjavík þeg-
ar starfað frá árinu 1918 vestur á Mel-
um. Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og miklar tæknibreytingar orðið
í fjarskiptum, sem og í búnaði og að-
stöðu fjarskiptastöðvarinnar í Gufu-
nesi. Stöðin var stækkuð árið 1946, er
hún tók að sér flugfjarskipti, og árið
1963 var Loftskeytastöðin í Reykjavík,
sem annast hafði skipafjarskiptin, flutt
í Gufunes. Nýr afgreiðslusalur var tek-
inn í notkun í Gufunesi árið 1993 og
Fjarskiptastöðin í Gufunesi, þar sem daglega fer fram mikil þjónusta við sjómenn, aðstandendur þeirra og útgerðir.
Mynd: Haukur Snorrason
8 ÆGIR