Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Síða 42

Ægir - 01.08.1998, Síða 42
Keypti ÍS út úr Fisk- miðlun Norðurlands Hilmar Daníelsson á Dalvík hef- ur keypt hlut Islenskra sjávarafurða hf. í fyrirtækinu sem nemur 43,9% hlutafjár. Fyrir átti Hilrnar 12,5% hlut í félaginu en eftir kaupin af ÍS hefur Hilmar selt Daníel Hilmars- syni, Heiðu Hilmarsdóttur og Katr- ínu Sigurjónsdóttur hluti í félaginu. Starfsemi Fiskmiðlunar Norður- lands felst í umboðssölu á sjávaraf- urðum, fyrst og fremst skreið og hausum. Félagið hefur flutt mikið út til Nígeríu og gengið vel. Reksturinn skilaði rúmlega 7 milljóna króna hagnaði árið 1997, sem er 18% af tekjum. Jóhann tekinn við Hafró Sjávarútvegsráðherra hefur skip- að Jóhann Sigurjónsson í starf for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. og tók hann við stöðunni þann 1. ágúst síðastliðinn. Jóhann var eini unt- sækjandinn um stöðuna en hann hefur undanfarin ár verið aðstoðar- forstjóri stofnunarinnar. Jóhann er líffræðingur frá Há- skóla íslands, lauk framhaldssnámi við Oslóarháskóla og hafði um tíma rannsóknaraðstöðu við sarna skóla. Frá árinu 1981 hefur hann starfað við Hafrannsóknastofnun, fyrst sem sérfræðingur í hvalarannsóknum og síðan sent aðstoðarforstjóri. Þá gegndi hann um tíma stöðu sendi- herra og var aðalsamningamaður fslands í fiskveiðimálum. Nótaskipið Garðar við bryggju í Noregi í vor. Mynd: Krístján Krístjánsson Frumskráð skip íflotanum á fyrri hluta ársins: Nótaskipið Garðar stærst Nótaskipið Garðar er lang stœrsta skipið sem skráð var í íslenska flotann á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sem kunnugt er keypti Samlterji Itf. þetta fullkomna nótaveiðiskip í Noregi síðastliðinn vetur og segja ntá að nteð skipinu hafi vinnsluþróunin hafið innreið sína í nótaskipaflot- ann. Garðar ber einkennisstafma EA 310 og er 2300 brúttótonn að stœrð. Samkvæmt yfirliti Siglingamála- stofnunar ríkisins voru 20 skip frum- skráð í flotann á fyrstu sex mánuðum ársins. Flest þeirra eru smábátar en innanum er að finna stærri skip og báta. Nýskráðu skipin eru eftirtalin: Guðbjartur SH-4S á Hellissandi, stærð 6 t., Jóhanna Steinunn SH-202 á Arnarstapa, stærð 5,5 t., dráttarbátur- inn Lóðsinn í Vestmannaeyjum, stærð 156 tonn, Funi GK-108 í Sandgerði, stærð 6 t., Bernskan HF-100 í Hafnar- firði, stærð 6 t., Björg HF-11 í Hafnar- firði, stærð 6 t., Haukafell SF-111 á Hornafirði, stærð 14 t., Gunnbjörg ÞH á Raufarhöfn, stærð 30 t., Bláfell II í Reykjavík, stærð, 285 tonn, Bogga HF- 272 í Hafnarfirði, stærð 10,4 tonn, Garðar EA-310 á Akureyri, stærð 2300 tonn, Elsa Katrín GK-135 í Grindavík, stærð 6 tonn, Jói á Nesi II í Ólafsvík, stærð 6 tonn, Gestur GK í Njarðvík, stærð 15 tonn, Reykjaborg RE-25 í Reykjavík, stærð 73 tonn, Fjóla ÞH-15 á Raufarhöfn, stærð 6 tonn, Hrappur RE í Reykjavík, stærð 400 tonn, Fann- ey SH-123 í Grundarfirði, stærð 5 tonn, Borgin RE í Reykjavík, stærð 5 tonn og Huldu-Keli ÍS-333 í Bolungar- vík, stærð 6 tonn. 42 mgir

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.