Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 42

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 42
Keypti ÍS út úr Fisk- miðlun Norðurlands Hilmar Daníelsson á Dalvík hef- ur keypt hlut Islenskra sjávarafurða hf. í fyrirtækinu sem nemur 43,9% hlutafjár. Fyrir átti Hilrnar 12,5% hlut í félaginu en eftir kaupin af ÍS hefur Hilmar selt Daníel Hilmars- syni, Heiðu Hilmarsdóttur og Katr- ínu Sigurjónsdóttur hluti í félaginu. Starfsemi Fiskmiðlunar Norður- lands felst í umboðssölu á sjávaraf- urðum, fyrst og fremst skreið og hausum. Félagið hefur flutt mikið út til Nígeríu og gengið vel. Reksturinn skilaði rúmlega 7 milljóna króna hagnaði árið 1997, sem er 18% af tekjum. Jóhann tekinn við Hafró Sjávarútvegsráðherra hefur skip- að Jóhann Sigurjónsson í starf for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. og tók hann við stöðunni þann 1. ágúst síðastliðinn. Jóhann var eini unt- sækjandinn um stöðuna en hann hefur undanfarin ár verið aðstoðar- forstjóri stofnunarinnar. Jóhann er líffræðingur frá Há- skóla íslands, lauk framhaldssnámi við Oslóarháskóla og hafði um tíma rannsóknaraðstöðu við sarna skóla. Frá árinu 1981 hefur hann starfað við Hafrannsóknastofnun, fyrst sem sérfræðingur í hvalarannsóknum og síðan sent aðstoðarforstjóri. Þá gegndi hann um tíma stöðu sendi- herra og var aðalsamningamaður fslands í fiskveiðimálum. Nótaskipið Garðar við bryggju í Noregi í vor. Mynd: Krístján Krístjánsson Frumskráð skip íflotanum á fyrri hluta ársins: Nótaskipið Garðar stærst Nótaskipið Garðar er lang stœrsta skipið sem skráð var í íslenska flotann á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Sem kunnugt er keypti Samlterji Itf. þetta fullkomna nótaveiðiskip í Noregi síðastliðinn vetur og segja ntá að nteð skipinu hafi vinnsluþróunin hafið innreið sína í nótaskipaflot- ann. Garðar ber einkennisstafma EA 310 og er 2300 brúttótonn að stœrð. Samkvæmt yfirliti Siglingamála- stofnunar ríkisins voru 20 skip frum- skráð í flotann á fyrstu sex mánuðum ársins. Flest þeirra eru smábátar en innanum er að finna stærri skip og báta. Nýskráðu skipin eru eftirtalin: Guðbjartur SH-4S á Hellissandi, stærð 6 t., Jóhanna Steinunn SH-202 á Arnarstapa, stærð 5,5 t., dráttarbátur- inn Lóðsinn í Vestmannaeyjum, stærð 156 tonn, Funi GK-108 í Sandgerði, stærð 6 t., Bernskan HF-100 í Hafnar- firði, stærð 6 t., Björg HF-11 í Hafnar- firði, stærð 6 t., Haukafell SF-111 á Hornafirði, stærð 14 t., Gunnbjörg ÞH á Raufarhöfn, stærð 30 t., Bláfell II í Reykjavík, stærð, 285 tonn, Bogga HF- 272 í Hafnarfirði, stærð 10,4 tonn, Garðar EA-310 á Akureyri, stærð 2300 tonn, Elsa Katrín GK-135 í Grindavík, stærð 6 tonn, Jói á Nesi II í Ólafsvík, stærð 6 tonn, Gestur GK í Njarðvík, stærð 15 tonn, Reykjaborg RE-25 í Reykjavík, stærð 73 tonn, Fjóla ÞH-15 á Raufarhöfn, stærð 6 tonn, Hrappur RE í Reykjavík, stærð 400 tonn, Fann- ey SH-123 í Grundarfirði, stærð 5 tonn, Borgin RE í Reykjavík, stærð 5 tonn og Huldu-Keli ÍS-333 í Bolungar- vík, stærð 6 tonn. 42 mgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.