Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 47
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Fyrirkomulag vistarvera
Aftan við vélarúm, undir aðalþilfari,
eru klefar fyrir 11 manns í fjórum
tveggja manna klefum og einum
þriggja manna klefa. Klefi fyrir líkams-
rækt ásamt gufubaði er aftan við
íbúðaklefana. Á aðalþilfari er setu-
stofa, matsalur og eldhús, ásamt mat-
vælageymslum sem eru úti í stjórn-
borðssíðu.
Þilfarsbygging
Þilfarshúsið er byggt miðskips með þil-
farsgöngum meðfram báðum síðum.
Aftast í því bakborðsmegin er gengið
frá þilfari inn í stakkageymslu, og það-
an inn á gang. Inn af stakkageymslu er
salerni og snyrting. Fremst í húsinu
stjórnborðsmegin er sjúkraklefi og er
útgangur úr honum út á þilfar. Klefi 1.
vélstjóra og matsveins eru bakborðs-
megin í húsinu og þvottaherbergi
ásamt sturtu- og snyrtiklefum eru á
hæðinni.
Á efri hæð eru fjórar íbúðir. Fremst
stjórnborðsmegin er íbúð skipstjóra og
bakborðsmegin er íbúð yfirvélstjóra,
báðar með sér snyrtiaðstöðu. Þar fyrir
aftan eru íbúðir 2. vélstjóra og 2. stýri-
manns.
Á hæðinni eru salerni og snyrting
og aftast er klefi fyrir loftræstibúnað.
Stigahús er í miðju húsinu.
Brúin
Brúin er T-laga í stjórnpallsstíl með út-
sýni til ailra átta. Stjórnborðsmegin
eru ýmis stjórntæki, siglingatæki og
fiskileitartæki í þar til gerðu L-laga
stjórnborði. Aftast er stjórnborð fyrir
nótatromlu. Frá brú er utangengt
stjórnborðsmegin aftur á U-laga brúar-
pall og þaðan bakborðsmegin niður á
efra þilfar.
Á þaki brúar er radar-, fjarskipta- og
ljósamastur ásamt Norselight ískastara
og vinnuljósum.
Jón Kjartansson SU 111
Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju
með breytingarnar. Skipið er allt málað
með HEMPELS skipamálningu frá
Slippféíaginu Málningarverksmiðju.
..Slippfélagiö
Málningarverksmiðja
Dugguvogi 4 ■ 104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255
ÆCm 47