Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1998, Side 32

Ægir - 01.08.1998, Side 32
Fjögur undirkerfi Útvegsstjóra Upplýsingakerfið Útvegsstjóri kom á markaðinn í ársbyrjun 1997. Forveri kerfisins var Útvegsbankinn, sjávarút- vegskerfi sem var forritað í fjárhags- og upplýsingakerfinu Fjölni. Eins og áður segir skiptist Útvegsstjóri upp í fjögur undirkerfi. Vinnslustjóri samanstendur af fram- leiðsluhluta, innkaupa- og söluhluta og veðsetningarhluta. Kerfið er hand- hægt við ákvarðanatöku í framleiðslu- fyrirtækjum, t.d. hvaða afurðir skuli framleiða, hversu mikið megi borga fyrir hráefni og svo framvegis. Þá er í innkaupa- og söluhlutanum hægt að gera upp við sölusamtök, gera útflutn- ingsskjöl, skoða verðmæti seldra af- urða, skoða kostnaðarliði sem hlutfall af verðmæti afurða og fleira. í verð- setningarhluta er síðan yfirlit yfir veð- setningar og afurðalán. Með einfaldri aðgerð er hægt að sækja þær afurðir sem uppfylla skilyrði til veðsetningar og færa í veðsetningarskýrslu. Útgerðarstjóri er kerfi sem heldur utan um veiðiferðir og ráðstöfun afla. Veiðiferðir eru aðgreindar og bein- tenging við launakerfi. í kerfinu eru margir möguleikar til útreikninga á verðmæti afla, gerð opinberra skýrslna, s.s. aflaskýrslna til Fiskistofu. Þá er allur afli skráður í kvótabók, sem og úthiutun, kvótatilfærslur og kvóta- kaup þannig að hægt er að sjá ná- kvæma kvótastöðu hverju sinni. Þá er kerfið einnig öflugt til áætlanagerðar. Gœðastjóri er fullkomið gæðakerfi rblvumyndir er ineðal peirra fyrir- tækja hér á landi sem kotnin eru hvað lengst íþróun upplýsingakerfa fyrir sjávarútveginn. Útvegsstjóri kallast þetta kerfi og er byggt á Navision Financials, fjárltags- og upp- lýsingakerfinu. Kerftð skiptist í fjögur kerfi, þ.e. vinnslukerfi (Vinnslu- stjóri), gæðakerfi (Gæðastjóri), út- gerðarkerfi (Útgerðarstjóri) og skip- stjórnarkerfi fyrir togara (Skipstjóri). Að þróun Útvegsstjóra stendur sér- stakur sjávarútvegshópur innan við- skiptadeildar Tölvumynda og segir Halldór Lúðvígsson, deildarstjóri við- skiptadeildarinnar, að Tölvumyndir komi til með að hasla sér völl erlendis með Útvegsstjórann, enda sé Navision Financials vel þekkt erlendis og tiltölu- lega einfalt í framkvæmd að þýða Út- vegsstjóra fyrir önnur tungumál. Halldór segir öflug upplýsingakerfi sjálfsögð í stjórnun nútímafyrirtækja þar sem liggja þurfi fyrir frá degi til dags hvernig staðan er. Ekki hvað síst sé mikil þörf fyrir góð kerfi í sjávarút- veginum þar sem fyrirtækin geta verið með fjölbreytilega og yfirgripsmikla starfsemi, og mörg hver eru komin langt í fullvinnslu afurða í neytenda- pakkningar sem aftur þýðir að eftirlit með framleiðslunni þarf að vera fyrsta flokks. Hópur starfsmanna viðskiptadeildar Tölvumynda sem vinnur að þróun hugbúnaðarins Útvegsstjóra. í hópnum er bæði fóik með sérþekkingu í forritun og hugbúnaðarsmíð, sem Og menntað fólk á sjávaríltvegssviðinu. Mynd: Haukur Snorraon Tölvumyndir framleiða upplýsingakerfi fyrir sjávarútveginn: Öflug upplýsingakerfi nauð- synleg í daglegri stjórnun - jyrirtœkið hyggur á markaðssetningu Útvegsstjóra erlendis 32 ÆGiIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.