Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1998, Side 33

Ægir - 01.08.1998, Side 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Tölvumyndir hafa nýveriö opnað útibú á Akureyri. Starfsmenn þar eru fjórir talsins en þrír þeirra eru hér í húsnœði Tölvumynda á Akureyri, þeir Hafþór Ingi Heimisson, Tryggvi Rúnar Jðnsson og Garöar Már Birgisson. Fjórði starfsmaðurinn norðan heiða er Þröstur Guðmundsson. uynd: jóh fyrir vinnslu á matvælum og inniheld- ur það þrifa- og viðhaldskerfi, eftirlits- kerfi, kvartanakerfi og starfsmanna- kerfi. Kerfið nýtist til reglulegs eftirlits með húsnæði og útbúnaði sem upp- fyllir skilyrði til að framleiða hágæða- afurðir. Eftirlitshluti kerfisins byggist á gæðaatriðum sem skilgreind eru á eft- irlitsstöðum í framleiðsluferlinu en í kvartanahlutanum eru kvartanir og at- hugasemdir frá viðskiptavinum skráð- ar og flokkaðar eftir eðli þeirra. Skipu- lögð viðbrögð vegna kvartana eru þannig nýtt sem lykill að því að bæta framleiðsluna. í starfsmannahlutanum eru skráðar upplýsingar um starfsfólk. Loks er fjórða undirkerfi Útvegs- stjóra, sem ber heitið Skipstjóri. Þetta er kerfi til að nota um borð í togurum og er smækkuð mynd af vinnslu- og gæðakerfinu en er lagað að vinnslu um borð í togurum. Þar er hægt að halda utan um nýtingarstuðla, úttektir sjómanna og fleira sem bætt getur stjórnun og skipulagningu um borð. Meðal þeirra fyrirtækja sem nota Útvegssjóra má nefna Granda, Fiski- mjöl og lýsi, Vísi, Jökul, Hraðfrystihús Þórshafnar, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, Rauðsíðu í Bolungarvík, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Sigurð Ágústsson hf. í Stykkishólmi, Þormóð ramma-Sæberg hf., Skinney og Bakkavör. Halldór Lúðvígs- son segir að þarfir sjávarút- vegsfyrir- tækja fyrir gott upp- lýsinga- kerfi séu mismun- andi en sér í lagi miklar hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða viðkvæmt hráefni í neyt- endapakkningar, s.s. rækju. „Það gefur auga leið að í slíkri fram- leiðslu eru kröfurnar allt öðru vísi og meiri heldur en t.d. í vinnslu á Rússa- fiski," segir Halldór. Af um 70 starfsmönnum Tölvu- mynda starfa 8-10 beinlínis að sjávar- útvegskerfinu Útvegsstjóra. í þessum hópi er að finna sjávarútvegsfræðinga og annað fagfólk á sviði sjáv- arútvegs og þannig er fylgst náið með þróun í greininni og þeim þörfum sem hægt er að upp- fylla með fullkomnum tölvubúnaði. Sjávarútvegur er stór hluti af veltu Tölvumynda en Halldór hefur trú á að þjónusta við sjávarútveginn eigi eftir að verða vaxandi í framtíðinni, ekki hvað síst ef árangur næst með útflutn- ingi á Útgerðarstjóranum. I beinu sambandi við skipin Þó svo að þróun hafi verið mikil í tölvutækninni og smíði alls kyns hug- búnaðar á undanförnum árum þá á hún eftir að halda áfram á fullri ferð næstu árin. Halldór reiknar með að innan tveggja ára verði ekki óalgengt að vinnslufyrirtækin í landi geti tengt sig við tölvubúnað um borð í skipum úti á sjó og lesið á þann hátt beint inn til sín upplýsingar um afla, samsetn- ingu hans og annað sem nauðsynlegt er að fyrir liggi þegar vinnsla á hráefni hefst. Höfuðstöðvar Tölvumynda eru í Reykjavík en fyrirtækið hefur nú þegar sett á fót útibú á Akureyri þar sem eru fjórir starfsmenn. Þaðan er m.a. veitt þjónusta við notendur sjávarútvegs- kerfa Tölvumynda. Upplýsingakerfi þykja sjálfsögð í stjórnun nútíma fyrirtœkja. Mm 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.