Ægir - 01.11.1998, Side 18
Texti: Elma Guðmundsdóttir
Þar sem rauða
gullið glóir
s
Oviðkomandi
kemur að
lcestum dyrum í
rœkjuverksmiðju
Hraðfrystihúss
Eskifjarðar.
Hann hritigir og
það er spurt utn erindið í dyrasíman-
utn áður en opttað er, þ.e.a.s ef
gesturinn hefur ekki verið biíinti að
hrittgja á undatt sér og biðjast inn-
göngu. Efgestinum er hleypt inn er
hann klceddur í hvíta gúmmískó,
hvítan slopp og verður að taka afsér
úrið, þvo hendur (má ekki snerta
kranann tneð höndunum!) og að lok-
um bera sótthreinsandi efni á hettd-
urnar á sér. Það er ekki laust við að
blaðamanni detti í hug að hattn sé
að gattga inn á skurðstofu sjúkrahúss
frekar en ittn t fiskvittnslufyrirtœki.
Þú tekur við á morgun!
í verksmiðjunni er Búi Þór Birgisson
allsráðandi og hann fer með viðmæl-
anda um verksmiðjuna og hann er
stífur á að ströngum umgengnisregl-
um sé fylgt.
„Við erum hér að vinna matvæli"
segir hann. „Mér hefur alltaf þótt
skrítið að horfa á suma karla sem
vinna í bolfiski, í ullarpeysum, með
ullarhúfur, og ekki einu sinni í slopp-
um utanyfir. Það er nefnilega líka ver-
ið að vinna matvæli úr bolfiskinum."
Búi er búinn að vera í rækjunni í 10
ár. „Ég byrjaði hérna sem pillari og
þegar ég hafði verið hérna í eitt ár eða
svo var ég kallaður inn á skrifstofu til
Alla og hann sagði við mig: „Þú tekur
við þessu vinur!" Ég vissi ekki í fyrstu
um hvað hann var að tala en skildist
svo að ég ætti að veita rækjuvinnsl-
unni forstöðu. Ég maldaði eitthvað í
móinn en þá sagði Alli: „Þetta er ekk-
ert mál vinur, þú kannt þetta allt." Og
ég tók við."
Fyrstu árin erfið
„Það er óhætt að segja að fyrstu árin
hafi verið helvíti erfið. En mér fannst
það ekki þá. Það var ekki fyrr en
seinna að mér skildist hvað það var oft
erfitt. Ég þurfti að glíma við fjölmörg
Guðni Þór Magttússon stýrir rauða gullinu
inn á pillunarvélamar.
atriði s.s. eins og hreinlætið. Það þótti
ekkert tiltökumál að vaða hér inn á
skítugum skónum, því síður að mönn-
um dytti í hug að hylja á sér hárið.
Enda var það þannig að nánast hvert
einasta sýni sem var tekið, var stórlega
gallað. í dag er hending ef kemur gall-
að sýni, en þetta kostaði allt mikinn
svita og mörg tár. í dag erum við í
hópi 5 bestu rækjuverksmiðja lands-
ins," segir Búi.
Duglegt fólk
„Við höfum verið alveg einstaklega
heppin með starfsfólk, duglegt fólk
sem vílar ekki fyrir sér að taka tarnir.
Gjarnan er hér sama fólkið árum sam-
an. Fyrir þremur árum unnum við
einu sinni úr 502 tonnum af ísrækju á
29 sólarhringum og höfðum aðeins
tvær vélar til að pilla. Og við höfum
aldrei þurft að frysta rækju til
geymslu. Hérna er eina rækjuverk-
smiðjan á Austurlandi þannig að við
sendum ekkert frá okkur. Hins vegar
höfum við þurft að kaupa hráefni að,
t.d. frá Kanada og það gerum við að-
eins í brýnustu neyð."
Ný rækjuverksmiðja í byggingu
Búi segir að í iok síðasta árs hafi verið
hafist handa um stækkun rækjuverk-
smiðu HE. Keypt var um 1100 fer-
metra fiskvinnsluhús og það stækkað
um 3-400 fermetra og er áætlað að
tvöfalda afköst verksmiðjunnar. Áætl-
aður kostnaður vegna þessara fram-
kvæmda, ásamt auknum vélakosti, er
um 250 milljónir króna.
„Ástæða þess að farið var út í þessar
framkvæmdir eru m.a. þær að það
húsnæði sem við erum í, stenst engan
veginn þær kröfur sem stóru bresku
verslunarkeðjurnar gera og margir
kaupendur miða við. Fyrirtækið hefur
orðið fyrir tapi vegna þess að það hef-
ur þurft að selja rækjuna á lægra verði
en hægt er að fá. í dag seljum við mest
allt í gegnum söluskrifstofu SH í
Þýskalandi en við komumst væntan-
lega inn á breska markaðinn eftir
breytingarnar og fáum þá mjög líklega
betra verð.
Á undanförnum árum höfum við
verið að vinna 2500-3000 tonn af
rækju á ári og hér er unnið á vöktum
og eru 15 manns á vakt hverju sinni.
Við væntum þess að nýja verksmiðjan
verði tekin í notkun að loðnuvertíð
lokinni, en nokkuð var hægt á fram-
HRAÐFRYSTIHÚS
ESKIFJARÐAR HF
18 ÆGIR