Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.1998, Blaðsíða 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vélfag ehf. í Ólafsfirði: Sérhanna lausnir fyrir Baader fiskvinnsluvélar Bjarmi Sigurgarðarsson, lengst til vinstri, ásamt starfsmönn- um sínum, þeim Andra Lárussyni og Halldóri Guðmundssyni, við Baader-flökunarvélina. 'MJyrírtœkið Vélfag -l ehf. í Ólafsfirði er eitt hitina ungu þjótt- ustufyrírtœkja í sjáv- arútvegi í landittu. Hjá Vélfagi eru að jafnaði fittiiti starfs- metm og sitttia þeir viðhaldsþjótiustu við fiskvinnslur og togara, sér í lagi viðhald og utnsjón ttteð Baader- fiskvitinsluvéluin. Flestir starfsinenn fyr- irtcekisitis hafa starfað sent Baader-mentt utn borð í vinnsluskiputn eða hjá fiskvititislufyr- irtœkjum og þessi sérþekking er nýtt t fyrirtœkinu til að hattna lausnir við Baader-vélar, íþeittt tilgangi að gera umhirðu þeirra og notkun hagkvœttt- ari. Vélfag ehf. fratttleiðir ttú ntarga íhluti í Baader-fiskvinnsluvélar og er þessa dagatta að Ijúka endurbygging á Baader-flökunarvél sem gerð hefur verið upp frá gruntti. „Við erum einnig byrjaðir að smíða flökunarvél úr ryðfríu stáli en álið sem er í vélum í dag tærist í seltunni og kallar þess vegna á mikið viðhald," segir Bjarmi Sigurgarðarsson, fram- kvæmdastjóri Vélfags ehf. Hann er fyrrverandi Baader-maður af togaran- um Mánabergi ÓF en hætti á sjónum og ákvað að nýta þekkingu sína til að reyna fyrir sér í þjónustu við Baader- vélar, jafnframt smíði á íhlutum. „Við byrjuðum með fyrirtækið árið 1995, þá með smíði á hausara í huga, og einnig var markmiðið að þróa lausnir fyrir Baadervélarnar sem gerðu þær auðveldari í umhirðu og viðhaldi. Það hefur gengið vonum framar og erum við komnir með þó nokkuð af vörum sem við framleiðum sjálfir. Við höfum notið þess að eiga gott samstarf við útgerðirnar og fiskvinnslurnar hér í Olafsfirði og þess vegna koma vörur frá okkur ekki á markað fyrr en þær hafa verið þaulprófaðar. Sem dæmi prófuðum við plastbrautirnar í 189 vélarnar í 3 ár áður en við settum þær á markað, en þær hafa reynst einstak- lega vel." { Baader-flökunarvélunum eru ál- brautir sem með tímanum hafa viljað tærast og þrútna en Vélfag hefur nú þróað nýjar brautir úr sérframleiddu harðplasti sem skilað hafa góðum ár- angri. Auk þessa hefur Vélfag endur- hannað fráfærsluböndin sem taka við flökunum frá hnífunum. í stað búnað- ar frá framleiðanda settu Vélfagsmenn bönd úr ryðfríu stáli og plasti og eru þau þannig hönnuð að hægt er að taka böndin af vélinni með einu handtaki, sem þykir mikill kostur til að geta komist að öðrum búnaði vélar- innar til viðhalds og þvotta. Sömuleiðis hefur Vélfag hannað svokallað efra hnífastykki í Baader- flökunarvélar og byggt það þannig upp að hægt er auðveldlega að stilla skurðstöðu hnífanna. Það atriði á að skapa möguleika til aukinnar nýtingar á fiskinum í flökuninni. Loks er að geta nýrrar rennu sem þeir Vélfags- menn hönnuðu á vélina en hún hefur það hlutverk að skila fiskinum á réttan hátt á roðflettivélina Þessi lausn segir Bjarmi að hafi sparað einn mann við flökunina þar sem rennan hefur verið reynd. „í vélbúnaði eins og flökunarvélun- um, sem heilu fiskvinnslufyrirtækin og togararnir byggja á, þá er grund- vallaratriði að viðhaldið sé auðvelt. Fyrirbyggjandi viðhald borgar sig og ekki hvað síst er það mikilvægt þegar um er að ræða skip úti á sjó," segir Bjarmi Sigurgarðarsson hjá Vélfagi efh. Bjartni með brautirnar fyrir Baader-vél- arnar sem Vélfag eltf. hannaði. Brautirnar eru úr sérblönduðu plastefiti sem Itefur mikla endingu. AGÍR 37 Ióhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.