Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1999, Page 11

Ægir - 01.11.1999, Page 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI brögðum þegar kröfugerðir verði settar fram. Aðspurður hvort FFSÍ, Sjó- mannasamband íslands og Vélstjórafé- lag íslands muni fylgjast að í kjaravið- ræðum segir hann það ekki hafa verið rætt. „Þessir aðilar hafa sameiginlega hagsmuni en það hafa engar ákvarð- anir verið teknar um samflot. Við eig- um örugglega eftir að vinna saman í kjarabaráttu, hvað sem líður samfloti við kjarasamningagerðina sjálfa. Ég vona sannarlega að ég eigi eftir að ná góðu samstarfi við forsvarsmenn sjó- manna og vélstjóra, og ekki síður sjáv- arútvegsráðherra, starfsfólk í ráðuneyt- inu og hjá Hafrannsóknarstofnun. Samstarf er mjög mikilvægt ef nást á góður árangur," segir Grétar Mar. Gagnrýnin hefur reynst rétt Hinn nýi forseti FFSÍ er skipstjóri á Látrarös ÍS-100, sem hann á sjálfur hlut í. Hann segir ljóst að lítið verði um sjóferðirnar á næstunni enda taki nú við starf á skrifstofu FFSÍ. Grétar hefur verið ómyrkur í máli þegar komið hefur að umræðunni um kvótakerfið en mun hann setja á oddinn í sínu starfi að snúa ofan af kvótakerfinu. „Ég geri mér fulla grein fyrir að slíkt er ekki framkvæmanlegt og viðamiklar breytingar geta ekki gengið yfir nema á löngum aðlögunartíma. Annað er óraunhæft. Hins vegar er það þing FFSÍ sem er stefnumótandi fyrir samtökin og við höfum í gegnum árin gagnrýnt kerfið og bent á afleiðingar þes^, meðal annars hvernig kvótinn safnast á fárra hendur. Staðreyndin er sú að flest af okkar gagnrýnisatriðum hafa komið fram og við höfum því haft á réttu að standa," segir Grétar Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands. SÓLEY SIGURJÓHS GK-100 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með breytingarnar. Ilm borð er NKG krani. AOR 11

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.