Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1999, Page 30

Ægir - 01.11.1999, Page 30
TWi afþekktum fyrírtœkjimi á raf- eindatœkjamarkaðnum í sjávar- útvegi runnu saman í byrjun hausts, þ.e. fyrirtœkin Skiparadíó og Rapuis. Sameiningin átti sér stað nánast á sama sólarhríng og íslenska sjávarút- vegssýningin var opnuð og því ráku margir upp stór augu þegar við blasti á sýningunni merkið Meðbyr en það er vörumerki fyrírtcekisins, sem rekið er undir nafni Rafhúss elif. Finnur Jónsson, framkvæmdastjóri, segir að nýir eigendur hafi komið að rekstrinum, alls níu einstaklingar. Meðal þeirra eru Finnur sjálfur, sem og Vilhjálmur Árnason en báðir störfuðu þeir hjá Skiparadíói. Báðir starfa þeir Finnur Jónsson og Vilhjálmur Ámason kynntu Meðbyr á fslensku sjávanitvegssýning- unni og segir Finnur að viðtökurnar hafi verið góðar á fyrstu mánuðum fyrírtœkisins. enn betur á við samkeppnina," segir hann. Tvöfyrirtœki á tœkjamarkaðnum runnu saman í Meðbyr: Sterkari staða á markaðnum - segir Finnur Jónsson, framkvœmdastjóri hjá Meðbyr í dag, sem og þrír starfs- menn á verkstæði. Finnur segir viðtök- urnar á íslensku sjávarútvegssýning- unni hafa verið góðar, enda hafi fyrir- tækið að bjóða mjög breiða línu raf- eindatækja í skip og báta. Þar á meðal eru fiskileitartæki, siglingatæki, stað- setningartæki, fjarskiptatæki og sjálf- stýringar. Meðbyr er umboðsaðili fyrir þekkt vörumerki á borð viðJRC, Scan- troll, Westmar og Komnav. „Við erum sterkastir í smærri báta flotanum. Það helgast kannski fyrst og fremst af því hvaða áherslur voru hjá Rafhúsi áður en sameiningin gekk ýfir. En það er ljóst að þjónustusviðið hjá okkur er hratt stækkandi upp á við í tonnum talið," segir Finnur í samtali við Ægi. Hann segir samkeppnina mikla á markaðnum, „en hver er hún ekki til staðar í nútímarekstrarum- hverfi. Við erum sterkari á markaðn- um eftir sameiningu fyrirtækjanna tveggja og ættum því að geta tekist Enn seinkun á gildistöku GMDSS reglugerðar Ljóst er að enn er að verða seinkun á gildistöku reglugerðar um svokallaðan GMDSS fjarskipta- og öryggisbúnað fyrir skipaflotann, en sala á þessum búnaði er eitt aðalverkefna hjá Með- byr þessa dagana. Finnur segir ljóst að í fyrsta iagi um mitt næsta ár muni GMDSS búnaður verða skylda um borð í skipum en engu að síður hugi margir að því að búa sín skip út með búnaðinum. „Við höfum hér yfir að ráða verk- stæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og uppsetningu á rafeindatækjum í skip og það skiptir viðskiptavinina miklu. Óskir viðskiptavina snúast í dag um heildarlausnir, jafnvel þó að þeir kaupi sjaldnast heilar tækjalínur í skip sín frá sama aðila. Eftir þessu óskum vinn- um við og erum ánægðir með þær við- tökur sem við höfum fengið á fyrstu mánuðunum," segir Finnur Jónsson. 30 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.