Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1984, Blaðsíða 12
10 Árbók Háskóla íslands varpi. Nú er svo komið að nær þriðji hver tvítugur íslendingur óskar eftir inngöngu í háskólann. Þetta mikla aðstreymi kallar á meira húsrými, fleiri kennarastöður og fjölbreyttari rannsóknarstörf. Við búum á endimörkum hins byggilega heims. Við verðum að færa okkur í nyt náttúruauðæfi landsins, en til þess þarf þekkingu og reynslu. Við höfum dæmi þess bæði innan og utan háskólans að menn, sem hafa náð frábærum árangri á erlendum stofnunum þar sem þeir fá allt upp í hendurnar, hafa kiknað þegar heim til íslands kom. Hér bíður sjaldnast komu- manns staða, rannsóknarstofa eða íbúð. En þrátt fyrir allt hefur okkur tekist að mynda hér þjóðfélag sem við erum stolt af, þótt margt megi betur fara. Sumpart er þetta vegna þrjósku, sumpart vegna þess, að: Þó íslending verði á kjúkunum kalt þá króknar hann vart fyrir fullt og allt. Afhending prófskírteina 26. febrúar 1983 Ég býð ykkur öll velkomin sem hér eruð saman komin til þessarar athafnar, kenn- ara háskólans, heiðraða gesti og þá sem eru sérstakir heiðursgestir þessarar sam- komu, kandídatana sem hingað eru komn- ir til þess að veita viðtöku skilríkjum sín- um eftir áralangt starf hér í háskólanum. En sérstaklega vil ég bjóða velkomna vandamenn og fjölskyldur þeirra. Fjölskyldan er tákn um hin æðstu líf- gildi. Þau eru fólgin í því að njóta samvista við aðra, eiga samstöðu með vinum og samstarfsmönnum, eiga rætur í einhverj- um jarðvegi og rækta hann. Alþjóðaorðið, sem merkir „menning“ og er runnið af latneska orðinu cultura, merkir einmitt „ræktun“. Öll menning er háð því, að menn rækti sinn urtagarð, ræki vinatengsl- in og fjölskylduböndin, leggi rækt við sjálfa sig og þá hæfileika sem hverjum og einum eru gefnir. Við köllum það ávexti andans sem sprettur af þrotlausu menn- ingarstarfi, en það á einnig við um verk- þekkingu og sjálfsþroska í starfi og leik. Það hefur verið talinn einn mestur styrkur okkar íslendinga, að við erum sem ein fjölskylda. í þessu litla en gjöfula landi eru allir í sama báti. Fámenni, sameiginleg tunga og menningararfleifð, baráttan við auðuga en óblíða náttúru minna okkur á það daglega, að við eigum öll sameiginleg- ar rætur, erum sprottin af sama meiði og eigum sameiginlega framtíð. Þótt við greinumst í mismunandi starfsgreinar og hagsmunahópa, fmnum við best til sam- semdarinnar þegar eitthvað bjátar á. Ef náttúruhamfarir valda slysum fmnum við að við erum öll ein fjölskylda. Á síðari árum hafa efnalegar framfarir þjóðarinnar og aukin sérhæfni valdið því, að menn hafa greinst í fleiri hagsmuna- hópa en áður var. Er það um margt eðlileg þróun. En samt ber að gjalda varhuga við sérgæskunni. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Prófessor emeritus Einar Ólafur Sveins- son lýsir því hvernig landið mótaði menn og lífsviðhorf á Sturlungaöld: „Þetta kalda og hrjóstruga land elur ekki börn sín upp við hóflaust meðlæti. Einhvern veginn er séð fyrir því, og það til hlítar, að trén vaxa ekki upp úr skýjunum. Stórmennskuprjál höfðingjans fékk sig fullreynt í miðsvetrarbyljum. Vornæðing- ar héldu prjálsýki nokkuð í skefjum. Hjá aga landsins kemst enginn, hvorki höfð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.