Dvöl - 01.01.1938, Side 25

Dvöl - 01.01.1938, Side 25
b VÓL að ríkið verji nokkru fé af hækk- uðum skemmtanaskatti til kvik- myndagerðar, og séu myndirnar einkum ætlaðar fyrir sveitaskóla. En hér er og önnur nýjung á ferðinni, sem er stórmerk og á efalítið eftir að verða harla áhrifa- rík. Samband ísl. samvinnufélaga er að láta gera kvikmynd af atvinnu- háttum þjóðarinnar, en fyrst og fremst af landbúnaðinum og þeim starfsgreinum, er honum standa næst. En samtímis því, munþessi stórmerka stofnun sömuleiðis láta gera kvikmyndir af landslagi og náttúrueinkennum landsins, einnig af öðrum atvinnuvegum eftir því, sem ástæður leyfa. Mun svo til ætlazt, að nokkur hluti þessarar myndar verði fullbú- in næsta sumar. Má þá gera ráð fyrir, að innan fárra ára eignist ís- lendingar stóra og vandaða ogal- hliða kvikmynd af landi sínu, nátt- úrueinkennum þess og landslagi, atvinnuháttum fólksins og þjóð- lífinu, myndir úr byggðum og af öræfum, frá helztu sögustöðum liðinna tíma, ásamt menningar- framkvæmdum hinna síðari ára. Er það Vigfús Sigurgeirsson, einn slyngasti ljósmyndari lands- ins, sem vinnur að myndagerð þessari fyrir S. I. S. Af því, sem nú hefir verið sagt, mætti ef til vill ætla, að skugga- myndasöfn eins og þau, sem ég hefi drepið á hér að framan,yrðu óþörf sem kennslutæki ískólum. 10 En því fer fjarrí. Sökum allmikils kostnaðar geta kvikmyndir ekki í náinni framtíð orðið eins hand- hægar né almeanar sem skugga- myndir, einkum þar, sem skólar og fræðslustofnanir búa við jafn þröngan fjárhagskost og hér. Vegna kvikmyndanna yrðu góð- ar skuggamyndir á sinn háttjafn þarfar eins og blöð og bækur eru, þrátt fyrir daglanga starfsemi út- varpsstöðvanna. Margir hinna stærri skóla í land- inu eiga einmitt allgóðar skugga- myndavélar, en fátt eða ekkert til þess að sýna í þeim. Síðastliðið haust festi eg kaup á litlu úrvali slíkra sýnimynda í samráði við skólastjóra kennara- skólans. Er það frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og ætlað kenn- araskólanum til eignar. Vegna þess að seljandinn er Islandsvinur mik- ill og góðkunningi minn, fær skól- inn ipyndirnar fyrir fjórðungi lægra verð, en hægt er að fá þær annars staðar. Og hann hefir boðizt til þess að gera fyrir okkur íslenzkt sýni- myndasafn fyrir sömu kjör. En hann mun eiga upp undir þúsund íslenzkar myndir úr flestum eða öllum þáttum hérlends atvinnulífs, auk fjölbreytts úrvals landlags- mynda, mynda af stórbrotinni náttúru, nýlegum menningarfram- kvæmdum o. s. frv. Svo framarlega sem því fylgir alvara, að við eigum — af brýnni hagsmuna- og menningarnauðsyn,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.