Dvöl - 01.01.1938, Page 18

Dvöl - 01.01.1938, Page 18
ýmiskonar tuskum, sem hún tíndi saman. Þá hvarflaði hugur henn- ar stundum til frúnna, og hversu þær væru strangar. Eða hún grét aðeins. Skapanornin, sem staðið hafði við vöggu Boline, hafði gefið henni tómleikann í veganestí. Og Boline líktist guði um það, að hún bjó sér til veröld úr engu, en fannst hún harla góð eigi að síður. Þessvegna skoðaði hún ekki hlutina ofan í kjölinn. Líf hennar var óslitið æfintýri, sem lét lófastóra sirtspjötlu úr sorp- kassanum þenjast út í indælan barnakjól. Einn góðan veðurdag var Bo- Iine handtekin. Það hafði horfið silfurskeið eftir kvöldboðið hjá húsbændunum á næstu hæð fyrir neðan, en Boline hafði annazt uppþvottinn fyrir stúlkurnar gegn hlutdeild í veizluleifunum. Það gat naumast annar verið. Allir vissu, hvað hagur hennar var þröngur. — Silfurskeiðin kom nú reyndar í leitirnar af sjálfu sér, og handtakan reyndist byggð á misskilningi. En hún reyndist eng- an veginn þýðingarlaus. Þegar hirzlur stúlkunnar voru rannsak- aðar, fannst margskonar þýfi. Fjórar frúr í húsinu voru kvadd- ar til þess að mæta í réttinum, svo að þær mættu bera kennsl á muni sína. Þýfið lá saman safnað á borði. Það voru ofurlitlar sirtspjötlur, ræmur af bómullarefni, legginga- spottar og gamalt, götótt Iéreft. Rannsóknardómarinn leit ástar- augum á hrúguna. Það var einsk- is virði, en milt í fánýti sínu var það tákn hins æðra réttlætis, sem ekki spyr hver eða hversu mik- ið, heldur gætir þess með kost- gæfni, að grundvallarreglurnar séu ekki fótum troðnar. Hér var mannamunurinn loks úr sögu. Bo- line hefði ekki getað vænzt, að um mál sitt hefði verið fjallað af meiri vandvirkni, þótt hún hefði verið konungurinn meðal þjóf- anna. En það var heldur meira en hrúgan þessi! Hin losaralega for- tíð hennar og smáþjófnaðir var afhjúpað! Hverju eggi, hverri kaffibaun, hverjum sykurmola hafði verið fylgt skref fyrir skref á leið sinni úr búri húsbændanna og til fjölskyldunnar góðu. Þetta voru í raun réttri liðin sjónar- mið, því að núverandi húsbænd- ur Boline höfðu ekki búr — það heyrði svo að segja sögunni til. Aðalatriðið var það, að eðli hennar var óbreytt. Hún hafði aðeins neyðzt til þess að skipta um svið vegna breyttra aðstæðna. „Þekkir frúin þetta?" spurði rannsóknardómarinn og rétti eitt- hvað að húsbændum Boline. Það var gamall og götóttur munndúk- ur úr damaski, er komizt hafði til virðinga sem bleyja í veröld Boline. Frúin bar glögg kennsl á hann. , hann hafði horfið rétt um þær mundir, sem átti að k^ista hoq-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.