Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 75

Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 75
D V 0 L 69 Bókafregnir Jóhannes úr Kötlum: Hrímhvlta mó&ir. Söguljóð, Rvk., Heims- kringla h.f. 1937. Þess er oft réttilega og maklega getið hinni íslenzku þjóð til hróss, að á hörmungatímum líkamlegs skorts og andlegrar einangrunar liafi hún aldrei glatað ástinni á söng og sögu nó heldur viðleitninni að klæða hugs- anir sínar í töfrabúning stuðla oghöf- uðstafa. Á hitt er sjaldnar minnzt, sem raunar er þó ekki nema eðlilegt, að allur þorri þeirra ljóða, sem urðu til við þessi skilyrði, er innantóm orðabarsmíð og hendingahnoð, oftast nær frásagnir af löngu liðnum at- burðum, sannar eða ósannar, endur- vaktar í vísnaformi, án alls innleggs af snilli hins skapandi listamanns, sem einn góðan veðurdag mótar and- litsdrætti í steininn, sem öld eftir öld hefir legið við götuna. Með öðrum orðum: Hér voru á ferðinni söguljóð af frumstæðustu tegund. Þessum sögu- Ijóðum má annars skiptai i tvo flokka eftir efni, þar sem annarsvegar ber mest á yrkisefnum eins og píningar- historíu Jesú frá Nazaret og öðrum skyldum, en hinsvegar fjarstæðu- þrur.gnum hreystiverkasögum af Göngu- Hrólfi, Herrauði og Bósa og þeirra nótum. Það er lærdómsríkt að athuga í þessu sambandi, hver áhrif lífs- kjör þjóðarinnar og skáldanna hafa á val yrkisefnanna ekki síður en form- ið og hinn Iistræna frágang yfirleitt. Annarsvegar rísa upp úr nekt og neyð fólksins bænarandvörp til ímyndaðra dulmagna, hinsvegar gnæfir dýrkun- in á hinu líkamlega ofurmenni, sem sigrast á öllum þrautum og veltir sér í frægð og frama, en skáldið sjálft liggur í kör eða staulast horað og soltið milli bæja á vergangi. Nú á síðustu áratugum hafa íslenzk ljóðskáld hafið söguljóðagerðina upp úr þeirri eymd og niðurlægingu, sem hún virtist vera búin að ávinna sér um alla eilífð, og þó hefir ef til vill aldrei verið ort hlutfallslega jafn- lítið af sög\djóðum á Islandi og ein- mitt á þessum sömu áratugum. Einstök kvæði og kvæðaflokkar eftir glæsi- legustu skáld þjóðarinnar um menn og málefni úr hennar eigin sögu hafa veitt söguljóðunum þegnrétt í ríki þess skáldskapar, sem kröfur eru gerðar til. Skönimu fyrir áramótin síðustu kom á markaðinn bók eftir Jóhannes úr Kötlum, sem eingöngu hefir að geyma þessa tegund ljóða. Bókin nefnist „Hrímhvíta móðir“, og eru í hcnni tuttugu kvæði, flest stórkvæði á ís- lenzkan mælikvarða. Fyrsta og síð- asta kvæðið eru einskonar rammi um aðalefni bókarinnar, sem með réttu má kalla augnabliksmyndir úr lífi íslenzkrar þjóðar frá dögum hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.