Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 65
D V 0 L
50
Frásagnarverður félagsskapur
Eftir prófessor Ríchard Beck
Rúmlega þrjátíu æðri mennta-
stofnanir í Vesturheimi, háskólar
og menntaskólar, kenna nú íslenzk
fræði að einhverju leyti; en vitan-
lega er það mjög mismunandi,
hver áherzla er lögð á þá fræðslu
við skóla þessa, og eins hitt, hvort
tungu vorri eða bókmenntum er
þar meiri gaumur gefinn.*)
Mjög skiptir einnig í tvö horn
um það, hve gömul í garði
kennslan í fræðum vorum er í
æðri skólum vestan hafs. í Corn-
ell- háskólanum og ríkisháskólan-
um í Wisconsin, þar sem hún hef-
ir lengst haldizt samfleytt, á hún
sér nærfellt sjötíu ára sögu að
baki, því að kennsla í norrænum
fræðum hófst í þeim skólum árið
1869. Síðan hafa hinar æðri
menntastofnanir vestan • hafs, sem
slíka fræðslu veita, smám saman
bætzt í hópinn; sumar hafa eftir
nokkur ár týnzt úr lestinni, en
aðrar komið í skarðið. Ekki er
það þó ætlun mín með greinarstúf
þessum, að segja sögu kennslu í
*) Um þetta vísast til gréinar dr.
phil. Stefáns Einarssonar: „tslenzku-
kennsla í háskólum Bandaríkjanna",
Timarit Þjódrœknisfélags Islendinga í
Vesturheimi, 1934, en ekki er par rakin
saga þeirrar kennslu.
íslenzkum fræðum í Vesturheimi,
því að það hefi ég hugsað mér að
gera á öðrum stað. Hér vil ég að-
eins fara nokkrum orðum um fé-
lagsskap við einn ríkisháskólann
vestur þar, sem starfað hefir í
þágu norrænna fræða í aldar-
fjórðung, og mér finnst þess
vegna frásagnarverður.
Við suina háskólana og mennta-
skólana í Vesturheimi, þar sem
norræn fræði eru kennd, eru jafn-
hliða félö;g kennara og náms-
manna] í þeirn greinum, sem vinna
að auknum áhuga á Norðurlanda-
málum og bókmenntum með
samkomum og fyrirlestrahöldum.
Slík félög eru t. d. við Harward-
háskólann, ríkisháskólann í Norð-
ur Dakóta og St. Olaf College í
Minnesota.
Langmerkastur félagsskapur af
því tagi, sem ég þekki til, er þó
félagið ,,Heimskrlngla“ við ríkis-
háskólann í lllionis, í borginni
Urbana þar í ríkinu. Átti félag
þetta aldarfjórðungsafmæli haust-
ið 1936, því að það var
stofnað 17. október 1911. Var
þeirra tímamóta í sögu þess
minnzt með sérstöku hátíðahaldi,
eins og maklegt var, og voru all-
margir opinberir fyrirlestrar um
menningu Norðurlanda fluttir á