Dvöl - 01.01.1938, Page 45

Dvöl - 01.01.1938, Page 45
D V ö L 39 þangað til 1916. Hann gerist for- göngumaður í alþjóða hafrann- sóknum og fer hvern vísindaleið- angurinn á fætur öðrum, en kenn- ir þess á milli við háskólann í Oslo og heldur vísindafyrirlestra víða um lönd. Síðasta hafrann- sóknaleiðangur sinn fer hann 1914 um austan vert Norður-Atlants- haf, til Portúgal, Madeira og Az- oreeyja, og aftur til Noregs. Er óhætt að fullyrða, að Nansen var þá orðinn einn allra kunnasti vís- indamaður Norðmanna um allan heim. En nú urðu vegamót í æfi Nan- sen. Hann var orðinn heimsfræg- ur vísindamaður og háskólakenn- ari, viðurkenndur afreksmaður til allra mannrauna, og bráðskarpur athugandi. En hitt vissi enginn, að í þessum röska og glæsilega vísindamanni, bjó mannvinur og stjórnmálamaður á heimsmæli- kvarða. Upphaf þessa máls er það, að matvælaskortur verður mikill í Noregi af völdum styrjaldarinnar, eínkum kornskortur. Er Nansen þá fenginn til þess, að vera for- seti nefndar, sem send var til Bandaríkjanna, til þess að reyna að komast að samningum við Bandaríkjastjórn um kornsölu. jÞetta var 1917. Nansen tókst að jkomast að hinum beztu samning- |um, og var þó við ærna örðug- leika að stríða. Nú líður að ófrið- arlokum, og eru þá á þriðju miljón heimilislausra herfanga og pólitískra flóttamanna í Norður- álfu og í Austurlöndum. Enginn þóttist neitt geta gert fyrir þá, og enginn vildi sinna þeim nema Rauði krossinn. Eftir að vopnahlé var samið, tekur Nansen að tala máli þessara manna, og fóru svo leikar eftir langa baráttu, að Nan- sen var falið að hafa forgöngu um, að koma heim og útvega borgararéttindi og föðurland 500 þús. herföngum frá Síbiríu, Kína, Armeníu og Palestínu. Var stofn- uð nefnd, er aðsetur hafð,i í París, til að afla fjár til starfans, og fékkst það helzt, en þó af skorn- um skammti, hjá þingum hlutað- eigandi þjóða. Leysti Nansen þetta geysi-torvelda verk svo vel af hendi, að talið var, að enginn maður í heimi annar hefði gert það svo vel. Árið 1917 verður byltingin í Rússlandi, eins og kunnugt er. Allt, sem sagt er um bolsana nú á dögum, er hégóminn einber á móti því blossandi hatri, sem ríkti á Vesturlöndum gegn Rússlandi og stjórn þess þá. Ofan á hið pólitíska hatur bættist svo það, að Bretar og Frakkar og banda- menn þeirra, litu á Rússland sem svikara og liðhlaupa í styrjöldinni, því að þeir höfðu gert sérfrið við Þjóðverja undir eins og bolsar voru komnir til valda. Síðan er friður hafði verið saminn, réðust ýmsir innrásarherir í Rússland, og hugðust að steypa veldi bolsanna, og næstu ár geis-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.