Dvöl - 01.01.1938, Side 47
D V 0 L
41
nesku þjóðina af öllum ásökun-
um um svik í heimsstyrjöldinni.
Hann spáir þar um framtíð Rúss-
lands á nákvæmlega þann hátt,
sem hún síðan varð, svo að varla
hefir neinu skeikað. En lang-
merkilegasta atriðið í allri þess-
ari baráttu Nansens er það, að
það er sál hans og samvizka, sem
segir honum fyrir verkum, ekki
það, hvort hann er með einhverj-
um eða móti. Hann er sterkasti
persónuleikinn, sem fram kemur
í opinberu lífi í álfunni eftir ó-
friðinn.
Ég sá einu sinni Fridtjof Nan-
sen. Pað var í Kaupmannahöfn
1928. Hann hafði fengið friðar-
verðlaun Nobels 1923. Hann hafði
með persónulegum vilja sínum
kúgað Þjóðabandalagið til þess að
taka upp á arma sína Nansens-
skrifstofuna, hæli allra flótta-
manna. Honum var tekið eins og
þjóðhöfðingja í Kaupmannahöfn,
og blaðið Politiken hélt móttöku-
hátíð fyrir hann. Ég hafði þá unn-
ið dálítið fyrir Politiken, og hafði
blaðamannskort, og átti kost á að
vera með. Mér líður aldrei úr
minni þessi kempa, hár og beinn,
hvítur fyrir hærum, með hina
djúpu dráttu langra rannsókna
norðurheimseinverunnar rista ó-
afmáanlega í andlit sitt. Og þá
skildist mér, að hér stæði ég
frammi fyrir holdi klæddri sál
mannkynsins og samvizku. Ég
man ennþá, hvað hann sagði.
Aldrei hefir hið þjáða og vijlu-
ráfandi mannkyn beðið með
sterkari þrá eftir friðarfurstanum,
manninum, sem þekkir köllun
sína, konungi mannkærleikans,
sem lyftir hinum hvíta fána, þar
sem aðeins eitt stendur skráð
með gullnum stöfum: Vinna.
Og hver og einn af oss get-
ur orðið verkamaður í fylkingu
hans, á sigurför hans yfir jörð-
ina, til þess að reisa á legg nýja
kynslóð, til þess að skapa kær-
leika og ærlegan friðarvilja, til
þess að færa mönnum aftur vilja-
þrek og starfsgleði — færa trúna
á morgunroða nýs dags.
Einu sinni sagði Fridtjof Nan-
sen: Hinir miklu siðbótarmenn
koma allir frá eyðimörkinni eins
og Jóhannes. í einveru skóga og
fjalla, í einveru hins mikla íshafs,
undir hinum stjörnubjörtu vídd-
um norðurhvelsins ogí í karlmann-
legri baráttu við hörku þess,
varð Fridthjof Nansen hinn hug-
djarfi spámaður kærleikans og
mannlegra dáða, á svörtustu dög-
um, sem komið hafa yfir mann-
kyn vestrænna landa.
Ég man hann til dauðadags,
bjartan á svip, gráan fyrir hærum,
heljarmenni, með bergfasta dráttu
í andliti. Hann var stemningsmað-
ur, sonur náttúrunnar, mikill mað-
ur, en einfaldur eins og barn í
heiðarleika sínum í fjölþættri
glímu við hrekkvísi og flækju
afvegaleiddrar veraldar.
Hann var glöggur, nákvæmur,
VÍsindalegur, forsjáll, en þó um