Dvöl - 01.01.1938, Page 51

Dvöl - 01.01.1938, Page 51
D V ö L 45 Skápur almennings Sá skápurinn stóri, er stendur þar svo stöðugur úti’ við þilið, er musteri gleði og menningar, sem menn geta séð og skilið. Hann varðveitir auð, sem ekki þver, en er þó í hugann tækur, því lestrarfélagsins eign hann er og almennings geymir bækur. Sú brennandi, Ijúfa lestrarþrá, sem lögð var f Jmargan krakka, er farsældarafl, sem fólkið á svo fjöldamargt gott að þakka. Og alþýðan Ias og Iærði þá af lestrinum, sem hún unni, að hún þurfti að læra, finna og fá margt fleira* en hún átti og kunni. Frá bernsku er löngun bóka- manns til bókanna sterk og fögur. Um fjallveg má rekja feril hans, er fékk hann að láni sögur. Og hann hefir hlaupið, tifað, tölt, svo tafði* hann ei urð né lækur. Hann sandbleytu rann sem svellið fölt að sækja til lestrar bækur. En sú var þá mörgum sárust raun, þótt sæjust þeir ærið vinna, þá höfðu þeir afgangs lítil laun að leggja til bóka sinna. En þráin var heit og þörfin sveið unz þeir urðu ráðasnjallir. pá fundu þeir eina færa leið: I félagi kaupum allir! Og fjölmargri byggð til blessunar slíkt bókasafn orðið hefur. I sannleika reynt og sýnt var þar hvað samvinnan á og gefur. Og þar hefir fólkið aðgang átt að yndis- og vizku brunni. Og enn skal hann ríkan eiga þátt í alþýðumenningunni. pá vaxa mun aldarandi nýr og eflast af skápum góðum. par fegurð og auðlegð fólksins býr í fræðum, í sögu og ljóðum. pví þar, er menn bækur þekkja bezt og þvílíkir skápar standa, þar ríkir sú trú, sem má sín mest á musteri heilags anda. 27. nóv. 1937. Guðmunduc Ingi.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.