Dvöl - 01.01.1938, Page 50
44
D V ö L
irinn til litla ríkiserfingjans og tal-
aði lengi við hann. í lágum hljóð-
um, um leið og hann benti á
krossmark, sem hann hélt á. Litli
ríkiserfinginn hlustaði forviða á
hann, en greip svo allt í einu fram
í fyrir honum:
„Ég skil vel, hvað þér eruð að
segja, en eftir á að hyggja, get-
ur þá ekki hann Beppó litli vin-
ur minn dáið í staðinn fyrir mig
. . . ef maður gefur honum mik-
ið af peningum fyrir ....?“
Skriftafaðirinn hélt áfram að
tala við hann í hálfum hljóðum
og litli ríkiserfinginn varð alltaf
meira og meira hissa.
„Það er mjög sorglegt — þetta,
sem þér voruð að segja mér, en
samt er eitt, sem huggar mig,
og það er það, að uppi í Paradís
hjá stjörnunum held ég áfram að
vera ríkiserfinginn í Frakklandi.
. . . . Ég veit, að liann góði guð
er frændi minn, og hann mun
sjá um, að farið verði með mig
eins og tign minni er samboðið.
Því næst bætti hann við um
leið og hann sneri sér að móð-
ur sinni:
„Látið færa mér fallegustu föt-
in mín, hermelinsskykkjuna og
flauelsdansskóna. Ég vil vera fall-
ega búinn, svo að englunum lít-
ist vel á mig og svo að ég komi
til Paradísar klæddur eins og rík-
iserfingja Frakklands sæmir.“
í jjriðja sinn laut skriftafaðir-
inn niður að ríkjserfingjanum og
talaði lengi við hann í hálfum
hljóðum ....
I miðju samtalinu greip hið
konunglega barn fram; í fyrir hon-
um í bræði:
„Or því að svona er“, hrópaði
hann, „þá er alveg einskis vert
að vera ríkiserfingi Frakklands“.
Og án þess að vilja heyra
meira, sneri litli ríkiserfinginn sér
til veggjar og grét beisklega.
María Thorsteinsson
þýddi.
Saga þessi hér að framan er
þýdd úr frummálinu. Það mun ekki fá-
titt, að þær tiltölulega fáu sögur, sem
þýddar eru eftir franska höfunda á
íslenzku, séu þýddar úr dönsku, en
sú danska þýðing afiur úr enskri
þýðingu. Fer þá varla hjá þvi, að tals-
vert sé farið að tapast af hinni upp-
runalegu list sögunnar, þegar hún er
komin á islenzku. Langflestar sögur
Dvalar eru þýddar úr frummálunum.
A. D. höfundur þessarar sögu, var
eitt af allra stærstu og frægustu skáld-
um Frakka á síðari hluta 19. aldar-
innar. Hann var fæddur 13. mai 1840,
en dó| í París 16. des. 1897. — Þetta
er þriðja sagan, sem Dvöl flytur eft-
ir Daudet.
Fyrsta bók hans kom út þegar hann
var átján ára, og voru það lyrisk ásta-
kvæði. Um tv-ítugsaldurinn stundaði
Daudet blaðamennsku, og ritaði þá m.
a. þrjú leikrit, og síðan fjölda bóka.
Rit Daudet bera vott um meistara-
legt samband 'milli léttrar kímni og
djúprar athyglisgáfu.