Dvöl - 01.01.1938, Side 14

Dvöl - 01.01.1938, Side 14
8 D V O L vissi, hvað löðrungur var, en þann- ig hafði enginn snert við henni fyrr. Hún þuklaði hvað eftir ann- að á kinninni, þar sem hún fann enn fyrir þessari mjúku og hlýju snertingu. En það var einhver breyting orðin á henni. Eitt kvöld í viku og annanhvorn sunnudag eftir klukkan fjögur skein sólin yfir leið hennar — hvernig sem veðri var háttað. Það var farið að á- varpa hana á götunni. Gamlir menn og barnungir piltungar köll- uðu hana fröken, þrátt fyrir henn- ar fátæklega fatnað. Bólugrafni búðarþjónninn hjá sælgætiskaup- manninum á horninu stóð' í búð- ardyrunum á kvöldin og kallaði til hennar orð, sem henni fundust kitla sig innvortis. Velbúnir menn stöðvuðu hana á götunni og báðu um leyfi til þess að fylgja henni — °? gerðu það meira að segja þar, sem dimmt var, og hún var dálítið hrædd við að ganga ein. Svo góðir voru karlmennirnir. Og jafnvel húsbóndinn var henni ofurlítið vingjarnlegur, þegar frú- in var ekki heima. Hvort sem það var gróðrar- máttur frá sólskini gleðinnar þetta eina kvöld í viku og annan hvorn sunnudag eða frá rigningunni á degi hverjum — eða hvort tveggja í sameiningu — þá er það víst, að Boline þreifst vel og margfaldaðist að ummáli. — Þvottakonan ráðlagði henni að eta grænsápu og drekka steinolíu. Húsbændurnir létu þetta afskipta- laust um stund, síðan sögðu þeir henni upp. Þeir höfðu ekki brjóst í sér til þess að láta manneskjuna vinna svona á sig komna. Svo fór hún að leita sér að nýrri vist, en fólk bara leit á hana og hristi síðan höfuðið. Hamingjan góða! Barn sjálf, en samt komin langt á leið. öldruð frú bauð henni inn og Boline varð að gera grein fyrir, hvernig ólánið hefði hent hana. „Hér fæ ég efalaust að vera“, hugsaði hún. En hún varð nú samt sem áður að fara leiðar sinnar, þegar hún hafði satt for- vitni gömlu konunnar. Þvottakonan var sú eina, sem vildi henni vel. Það var nú reynd- ar full á skipað hjá henni. íbúð- in var aðeins eitt herbergi með einu eins manns rúmi. Auk þess hafði hún leigjanda til þess að létta undir með húsaleiguna! En hún dró rúm leigjandans ofurlít- ið út frá veggnum, svo að í því gátu tveir sofið, þegar í nauðir rak. Boline var búinn næturstað- ur á dýnunni á gólfinu, þar sem konan var annars vön að sofa sjálf. Franska sjalið hennar frú Rasmussen var hengt yfir tvo stóla og myndaði þannig einskon- ar millivegg, sem Boline hafði að skjóli meðan hún afklæddist. Og Hansen varð að skuldbinda sig til þess að spýta ekki út yfir gólfið í svefni, því að herbergið var lítið. ’ En þetta reyndist ekki til fram-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.