Dvöl - 01.01.1938, Page 27

Dvöl - 01.01.1938, Page 27
O V 0 L 21 Jólatrésfagnaður og brúðkaup Eftir Fjodor Dostojefskij Fjodor Doatojevskij er fæddur í Moskva árlð 1821, en dó í Péturs- borg árið 1881. j Pegar á ungra aldri var hann tek- inn fastur fyrir smávægilegar sakir og dæmdur til dauða. Þeim 'dómi var síðan breytt í utlegðardóm, og dvaldi hann I Sibiriu næstu 10 ár. Þessi út- legðarár mótuðu mjög líf hans og skoðanir og gætir pess víða í ritum hans. Hann hefir skrifað mikið um reynslu sína o g lífið í útlegðinni; Kemur par í ljós sá mikli skilningur á sálarlífi meðbræðra hans, og dul- spekilegum og heimspekilegum efn- um, sem hrærir menn til meðaumkunar með þeim, sem eru óhamingjusamir. Dostojevskij er eitt af höfuðskáldum Rússa, og eru bækur hans bæði marg- ar og stórar. Á islenzku hefir birzt eftir hann ein stór skáldsaga, sem er með beztu bók- um hans, það er „Glæpur og refsing" í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Fyrir nokkrum árum var ég viðstaddur brúðkaup...........Nei, ég ætla heldur að segja þér frá jólatrésfagnaði. Brúðkaupið var að vísu prýðilegt, og mér geðj- aðist mjög vel að því. En hitt var þó ennþá betra. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, að þetta brúðkaup skuli minna mig á jólatrésfagnað. Dað vildi þannig til, að hérna um árið var ég staddur á barna- skemmtun á gamlaárskvöld. Þetta var hjá háttsettum kaupsýslu- manni, sem átti mikið af skyld- mennum og kunningjum, en líka mikið af slægð. Barnaskemmtun- in var nú samt aðeins höfð til þess að fullorðna fólkið gæti kom- ið saman og spjallað um áhuga- mál sín, en það liti þó eins út og það hittist þarna vegna blessaðra barnanna, eða þá af hreinni til- viljun. Ég var ókunnugur, og af því að ég hafði enga löngun til þess að láta bera á mér, gat ég eytt kvöldinu í kyrrþey. Þarna var líka annar gestur, sem eins og ég virtist vera utan við samkvæmið. Hann var það fyrsta, sem vakti athygli mína. Af útliti hans var ekki hægt að sjá, að hann væri kominn af heldra fólki. Hann var hár, magur, mjög alvarlegur og vel klæddur. Strax og hann hafði komið sér fyrir einn úti í horni, hvarf uppgerð- arbrosið af andlitinu, en svartar

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.