Dvöl - 01.01.1938, Page 72

Dvöl - 01.01.1938, Page 72
6b D V ö L — mér þykir svo vænt um fjól- ur og rósir. Stúlkan frá Arles*)“ Bréfið stóðst nú reyndar ekki sterka gagnrýni. Það voru í því ritvillur og önnur smá-lýti, sem hér koma ekki fram. Myndin stóðst aftur á móti alla gagnrýni, hún var blátt áfram yndisleg. Og þess vegna flýtti ég mér líka í áttina að næstu blómasölukonu, þótt ég væri tuttugu mínútum of seinn. ,,Fjóluvönd og fimm rauðar rós- ir, takk!£< hrópaði ég með öndina í hálsinum og veifaði tuttugu franka seðli — blómin eru dýr snemma vors. ,,Því miður, svaraði hún, „en mega það ekki vera liljur eða túlí- panar?“ Ég hljóp að næsta blómavagni og veifaði tuttugu franka seðlin- um. „Því miður, ekki fjólur og rauð- ar rósir“, var svarað, „en túlí- panar og liljur, og auk þess — nei, bíðið augnablik, herra minn — krókus — —“ En ég beið ekki. Ég hljóp frá blómavagni til blómavagns og veifaði seðlinum, en það reyndist árangurslaust. Ég var orðinn tuttugu og sjö mínútum of seinn, þegar ég sneri mér til fjörlegrar blómasölustúlku *) Arles er smábær i Suður-Frakk- landi. Þýð. við aðalinngang Luxemburggarðs- ins. „Uppselt í dag, herra minn, uppselt í dag — það er óhemju eftirspurn eftir rauðum rósum og fjólum hér í nágrenni Luxem- burggarðsins, síðan við fundum upp á því snjallræði að auglýsa í „Sourire“, og svara öllunr bréf- um, sem bárust. En komið aftur á morgun, herra minn, og kaup- ið rósir og fjólur, en komið hálf- tíma fyrr, því að það verður einnig stefnumót á morgun — stefnu- mót stundvíslega klukkan sjö á hverjum degi í allt vor!“ Ég gekk inn í Luxemburggarð- inn. Sólin var að hníga til viðar. Hallfleyttir geislar hennar gáfu vatninu í gosbrunninum margvís- lega liti. Á bekkjunum í garðin- um sat fjöldi manna með fjólur í hnappagatinu og rósir; í höndum — þeir höfðu auðvitað allir komið á stefnumótið! V. J. þýddi. Þögn, þolinmæði og bros kemur mörgu málinu fram. Reglusemin stjórnar heiminum. Tékkneskir málshœttir. Tii eru sannindi, sem engir reið- ast, og sannindi, sem engir geta fyr- irgefið. Þú hefir meiri ástæðu til pess að óttast óhreinlyndan vin, hcldur en hamstola óvin.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.