Dvöl - 01.01.1938, Qupperneq 71
D V 0 L
65
Stefnumótið
Eftir Kristen Gundelach
Ég æddi aftur og fram um her-
bergið. Árangurslaust hafði ég
reynt að hnýta glæsilegan hnút á
nýja slifsið mitt. Hver mínúta var
dýrmæt. Hvað átti ég til bragðs
að taka? Loks fékk ég ágæta hug-
mynd: Ég tók gamla slifsið mitt
og auðnaðist í einu vetfangi að
hnýta á það sæmilegan hnút.
Þá var þessu vandamáli ráðið
til lykta, en ég hafði misst tíu
dýrmætar mínútur, og hlaut því
að koma of seint á stefnumótið í
Luxemburg-garðinum. Ojæja, tíu
mínútur bíður hún líklega, bless-
unin! Ó, hjálpi mér hamingjan!
Þegar ég hafði hlaupið mig lafmóð-
an niður allar neðanjarðartröpp-
Urnar í Palace Pigalle, kom ég of
seint til þess að ná; í r é 11 a spor-
vagninn. Ég varð að bíða þrjár mín-
útur eftir þeim næsta ogsvofram-
vegis og svo framvegis. Pegar ég
kom aftur upp á yfirborð jarðar
í grennd við Luxemburggarðinn,
var klukkan tuttugu mínútur yfir
sjö og kvöldroðinn var þegar far-
inn að lita vorhimininn.
Tuttugu mínútum of seinn!
Hvaða kona bíður svo lengi eftir
aðdáanda sínum, aðdáanda, sem
hún þar að auki hefir aldrei aug-
um litið? — Jú, það var ekki
vonlaust eins og sakir stóðu. Ef
marka mátti auglýsingu hennar í
„Le Sourire" og bréf hennar
til mín, eftir að ég hafði svarað
auglýsingunni, þá var hún saklaus
sveitastúlka af Suður-Frakklandi,
og einstæðingur í París.
Bréf hennar var skrifað með
snoturri hendi. Pað var stutt og
fremur barnalegt, en mjög ynd-
islegt. Það hljóðaði svo:
„Kæri óþekkti herra!
Mér fellur andinn í bréfinu
yðar vel. Ég held, að þér séuð
góður maður. Ég veit ekki,
hvort yður lízt á mig, en ég
sendi yður nú samt mynd. Og
þótt ég sé kannske ekki fall-
leg, þá er ég áreiðanlega bezta
stelpa. Ég er einsömul hér í
París og er mjög einmana. Ég
er ættuð úr Provence, og mér
þykir vænt um blóm. Ef þér
viljið hitta mig, þá hittið mig
í Luxemburggarðinum á föstu-
daginn kl. 7, og hafið með yð-
ur fjóluvönd og fimm rauðar
rósir, svo að ég þekki ýður.
Sjálf skal ég hafa sömu blóm
L