Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 47

Dvöl - 01.01.1938, Blaðsíða 47
D V 0 L 41 nesku þjóðina af öllum ásökun- um um svik í heimsstyrjöldinni. Hann spáir þar um framtíð Rúss- lands á nákvæmlega þann hátt, sem hún síðan varð, svo að varla hefir neinu skeikað. En lang- merkilegasta atriðið í allri þess- ari baráttu Nansens er það, að það er sál hans og samvizka, sem segir honum fyrir verkum, ekki það, hvort hann er með einhverj- um eða móti. Hann er sterkasti persónuleikinn, sem fram kemur í opinberu lífi í álfunni eftir ó- friðinn. Ég sá einu sinni Fridtjof Nan- sen. Pað var í Kaupmannahöfn 1928. Hann hafði fengið friðar- verðlaun Nobels 1923. Hann hafði með persónulegum vilja sínum kúgað Þjóðabandalagið til þess að taka upp á arma sína Nansens- skrifstofuna, hæli allra flótta- manna. Honum var tekið eins og þjóðhöfðingja í Kaupmannahöfn, og blaðið Politiken hélt móttöku- hátíð fyrir hann. Ég hafði þá unn- ið dálítið fyrir Politiken, og hafði blaðamannskort, og átti kost á að vera með. Mér líður aldrei úr minni þessi kempa, hár og beinn, hvítur fyrir hærum, með hina djúpu dráttu langra rannsókna norðurheimseinverunnar rista ó- afmáanlega í andlit sitt. Og þá skildist mér, að hér stæði ég frammi fyrir holdi klæddri sál mannkynsins og samvizku. Ég man ennþá, hvað hann sagði. Aldrei hefir hið þjáða og vijlu- ráfandi mannkyn beðið með sterkari þrá eftir friðarfurstanum, manninum, sem þekkir köllun sína, konungi mannkærleikans, sem lyftir hinum hvíta fána, þar sem aðeins eitt stendur skráð með gullnum stöfum: Vinna. Og hver og einn af oss get- ur orðið verkamaður í fylkingu hans, á sigurför hans yfir jörð- ina, til þess að reisa á legg nýja kynslóð, til þess að skapa kær- leika og ærlegan friðarvilja, til þess að færa mönnum aftur vilja- þrek og starfsgleði — færa trúna á morgunroða nýs dags. Einu sinni sagði Fridtjof Nan- sen: Hinir miklu siðbótarmenn koma allir frá eyðimörkinni eins og Jóhannes. í einveru skóga og fjalla, í einveru hins mikla íshafs, undir hinum stjörnubjörtu vídd- um norðurhvelsins ogí í karlmann- legri baráttu við hörku þess, varð Fridthjof Nansen hinn hug- djarfi spámaður kærleikans og mannlegra dáða, á svörtustu dög- um, sem komið hafa yfir mann- kyn vestrænna landa. Ég man hann til dauðadags, bjartan á svip, gráan fyrir hærum, heljarmenni, með bergfasta dráttu í andliti. Hann var stemningsmað- ur, sonur náttúrunnar, mikill mað- ur, en einfaldur eins og barn í heiðarleika sínum í fjölþættri glímu við hrekkvísi og flækju afvegaleiddrar veraldar. Hann var glöggur, nákvæmur, VÍsindalegur, forsjáll, en þó um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.