Dvöl - 01.01.1938, Síða 65

Dvöl - 01.01.1938, Síða 65
D V 0 L 50 Frásagnarverður félagsskapur Eftir prófessor Ríchard Beck Rúmlega þrjátíu æðri mennta- stofnanir í Vesturheimi, háskólar og menntaskólar, kenna nú íslenzk fræði að einhverju leyti; en vitan- lega er það mjög mismunandi, hver áherzla er lögð á þá fræðslu við skóla þessa, og eins hitt, hvort tungu vorri eða bókmenntum er þar meiri gaumur gefinn.*) Mjög skiptir einnig í tvö horn um það, hve gömul í garði kennslan í fræðum vorum er í æðri skólum vestan hafs. í Corn- ell- háskólanum og ríkisháskólan- um í Wisconsin, þar sem hún hef- ir lengst haldizt samfleytt, á hún sér nærfellt sjötíu ára sögu að baki, því að kennsla í norrænum fræðum hófst í þeim skólum árið 1869. Síðan hafa hinar æðri menntastofnanir vestan • hafs, sem slíka fræðslu veita, smám saman bætzt í hópinn; sumar hafa eftir nokkur ár týnzt úr lestinni, en aðrar komið í skarðið. Ekki er það þó ætlun mín með greinarstúf þessum, að segja sögu kennslu í *) Um þetta vísast til gréinar dr. phil. Stefáns Einarssonar: „tslenzku- kennsla í háskólum Bandaríkjanna", Timarit Þjódrœknisfélags Islendinga í Vesturheimi, 1934, en ekki er par rakin saga þeirrar kennslu. íslenzkum fræðum í Vesturheimi, því að það hefi ég hugsað mér að gera á öðrum stað. Hér vil ég að- eins fara nokkrum orðum um fé- lagsskap við einn ríkisháskólann vestur þar, sem starfað hefir í þágu norrænna fræða í aldar- fjórðung, og mér finnst þess vegna frásagnarverður. Við suina háskólana og mennta- skólana í Vesturheimi, þar sem norræn fræði eru kennd, eru jafn- hliða félö;g kennara og náms- manna] í þeirn greinum, sem vinna að auknum áhuga á Norðurlanda- málum og bókmenntum með samkomum og fyrirlestrahöldum. Slík félög eru t. d. við Harward- háskólann, ríkisháskólann í Norð- ur Dakóta og St. Olaf College í Minnesota. Langmerkastur félagsskapur af því tagi, sem ég þekki til, er þó félagið ,,Heimskrlngla“ við ríkis- háskólann í lllionis, í borginni Urbana þar í ríkinu. Átti félag þetta aldarfjórðungsafmæli haust- ið 1936, því að það var stofnað 17. október 1911. Var þeirra tímamóta í sögu þess minnzt með sérstöku hátíðahaldi, eins og maklegt var, og voru all- margir opinberir fyrirlestrar um menningu Norðurlanda fluttir á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.