Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 4

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 4
242 D VÖL morgni hafði honum svo orðið það á, að stanza framan við gluggann, og þar með voru líka hrunin þau varnarvirki, sem hann hafði verið að byggja upp undanfarna daga gegn þessari auglýsingu. Og hví ekki? Hann gekk inn í búðina. Miðaldra maður, dálítið sköllóttur, kom fram að búðarborð- inu og studdi sperrtum fingrum fram á borðið. Hann hneigði sig lítið eitt og brosti um leið til Sig- urðar. í svipnum var sambland af eftirvæntingu og bljúgri þolin- mæði. Sigurður lyfti hattinum en endurgalt ekki brosið. Hann var jafnvel hálf ólundarlegur á svip- inn. „Ég sé að þið snúið frökkum," sagði hann með varfærni, og skotr- aði um leið augunum til mannsins, eins og sá, sem hefir sagt eitthvað, sem ekki var alveg rétt að segja. Og eiginlega var það nú líka svo. Nú, þegar hann hafði hafizt handa í þessu máli, fór honum að verða það ljóst, að það gat jafnvel verið dálitlum vafa undirorpið, hvort það var stranglega tekið heiðarlegt, að ganga í snúnum frakka. — Hugs- anir mannsins innan við búðar- borðið virtust samt ekki snúast að neinum slíkum hlutum. „Já, það gerum við,“ sagði hann mjög ljúfmannlega og gekk fram fyrir borðið. Hann hneppti frakk- anum frá Sigurði og þuklaði um stund á efninu, svo tók hann með fingurgómunum í aðra ermina, en studdi með hinni hendinni á öxl hans og sneri honum til, líkt og þegar skoðuð eru póstkort i aug- lýsingakrónu. „Hann er náttúrlega farinn að verða nokkuð snjáður,“ sagði hann og renndi augunum rétt sem snöggvast til dúkanna á búðarhill- unum. Hann sá þó fljótlega, að Sigurður hafði enga tilhneigingu til þess að athuga hillurnar og þá var ekki um annað að gera, en að halda sig við efnið. „Já, víst hefir þetta verið ágætis frakki, og það væri synd að segja, að ekki væri mikið eftir af honum enn.“ Sigurður játaði því fremur dauf- lega. „Hvað myndi það kosta?“ sagði hann svo, og var nú auðsjáanlega mjög á verði. Skraddarinn þagði við. „Kosta,“ sagði hann seinlega, og leit á ská upp í loftið. „Pjöru- tiu krónur, það er það allra minnsta. Það þarf að setja nýtt stykki í fóðrið hér neðan til, og efri hluti ermafóðursins er alveg ónýtur. Svo er flauelið á kragan- um, ekki verður því snúið við, — já, fjörutíu krónur, það er alveg lágmark.“ Hann leit nú beint framan í Sig- urð og svipurinn varð mjög ákveð- inn og alvarlegur. Sigurður var þó ekki unninn. Hann horfði með dá- lítið efablöndnum svip niður eftir boðungum frakkans og sem allra snöggvast flögraði hugurinn til peninganna. Langur vetur, at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.