Dvöl - 01.10.1939, Side 71
D VÖL
að gaula. Hann virtist biða þess
með eftirvæntingu, svo að hann
gæti fyrir alvöru látið til sín taka.
En við höfðum, hvað sem öðru
leið, borgarana, sem sátu í kringum
okkur, á okkar bandi. Stúdentar
voru í hærra gengi þá en nú.
Og allt í einu stóð maður nokkur
upp frá borði sínu og kom til okkar.
— Mundu herrarnir ekki vilja
syngja einn glunta?
Hvort við vildum! Ernst Konjak
og Nisse Prillén voru snillingar á
því sviði.
Þeir byrjuðu samstundis:
„Hár ár gudagott att vara!“
Veitingamaðurinn kom eins og
skot.
— Hér má ekki gaula! Ef einn
tónn heyrist frá herrunum í við-
bót, verður herrunum kastað út!
Þeir hættu auðvitað. En frá hin-
um gestunum heyrðist óánægju-
muldur.
Við urðum daufir í dálkinn. En
við fengum meira púns og gleymd-
um brátt hinu drungalega and-
rúmslofti. Veitingamaðurinn hélt
áfram að ganga um gólf í göngun-
um og leit út eins og óargadýr í
veiðihug.
En Jóhann Ágúst og Karl Frið-
rik lutu höfðum saman og bolla-
lögðu eitthvað í hálfum hljóðum.
Svo sagði Jóhann Ágúst: — Heyrðu,
Albert, hér hefirðu peninga. Farðu
til stúlkunnar þarna fyrir innan og
borgaðu alla veizluna, kauptu síð-
an nokkrar „heilar“ og farðu og
309
stingdu þeim í frakkavasa okkar.
Því að innan fárra mínútna verð-
um við af fara!
Ég gerði eins og fyrir mig var
lagt og gekk síðan aftur til sætis
mins.
Jóhann Ágúst og Karl Friðrik
stóðu upp og gengu að dyrum
gangnanna og endurguldu fólsku-
legt augnaráð veitingamannsins
með góðlátlegu glotti. Hann sneri
alveg við og hélt áfram að ganga
um gólf. En þegar hann var nærri
kominn að þeim enda gangnanna,
sem fjær okkur var, þrifu þeir
báðir í einu í gólfdregilinn og
kipptu í. Veitingamaðurinn valt
um koll. Með eldingarhraða þutu
þeir til og köstuðu sér yfir hann,
náðu í gólfdregilinn og veltu karli,
þrátt fyrir hávær mótmæli, innan
í honum eins langt og dregillinn
náði, að þröskuldi veitingahússins.
Að svo búnu reistu þeir strangann,
með veitingamanninum í, upp við
vegginn og hrópuðu: — Nú förum
við, piltar!
Hinni djúpu þögn, sem ríkti í
veitingasalnum, og hinum óstjórn-
lega hlátri, er fór á eftir þessari
þögn og hljómaði í eyrum okkar,
þegar við stikuðum út á götuna,
mun ég aldrei gleyma.
Við gengum til næsta þorps. Því
að bæjarleiðirnar eru stuttar á
þeim slóðum. L. Har. þýddi.
Engström, vinsælasti skopsagnahöfund-
ur Svía, varð 70 ára 12. maí sl. Hann er
kunnur lesendum Dvalar m. a. af ferða-
söguþáttunum, er birtust í 1. árg. ritsins.