Dvöl - 01.10.1939, Side 43

Dvöl - 01.10.1939, Side 43
DVOL 281 og óvæntan liðsauka. Bróðir henn- ar hörfaði undan með sitt lið yfir á hæð í nánd við Ivell, fjórar eða fimm mílur burtu, til þess að veita sér og mönnum sínum hvíld. Baxby lávarður kom liði sínu vel fyrir og öll bráð hætta var nú hjá liðin. Um þessar mundir voru skoðanir frú Baxby þingsinnaðri en nokkru sinni fyrr, og þreytulegt útlit bróð- ur hennar, á flótta undan eigin- manni hennar, ásótti hana stöð- ugt og ásakaði hana fyrir, hvað hún væri harðbrjósta. Þegar bóndi hennar kom inn í herbergi hennar, rjóður og fas- mikill og fullur vonar, tók hún honum fálega; og þegar honum hrukku fyrirlitningarorð af munni um undanhald bróður hennar, sem virtust fela í sér lítilsvirðingu á hugrekki hans, fyrtist hún við, og svaraði, að hann, Baxby lávarður sjálfur, hefði í upphafi verið á móti konungssinnum, sem honum hefði verið miklu sæmra að vera nú, og sýna með því skoðanafestu eins og bróðir hennar, í stað þess að styðja lygastefnu konungsins (eins og hún komst að orði), vegna misskil- innar hollustu, sem ekki væri nema innantóm orð, þegar konungurinn væri ekki eitt með þegnum sínum. Orðaskiptin urðu æ biturri og nálg- uðust háarifrildi, því að bæði voru ör í lund. Baxby lávarður var þreyttur eftir langa og erfiða ferð um daginn og fór fljótlega að hátta. Kona hans kom skömmu á eftir. Bóndi hennar svaf vært, en hún settist þungt hugsandi við gluggann, lýfti upp gluggatjaldinu og horfði yfir á hæðirnar andspænis. Á milli fótaskella varðmannanna heyrði hún í kvöldkyrrðinni óljós hljóð frá herbúðum bróður síns, á hæðunum, þar sem herinn var naumast búinn að koma sér fyrir eftir undanhaldið um kvöldið. — Haustfrostið hafði snortið grasið og veikbyggðustu blöðin á vafn- ingsjurtunum höfðu sölnað. Hún hugsaði um William, þar sem hann svaf á kaldri jörðunni eftir erfiði hrakninganna. Þaö komu tár í augu hennar við tilhugsunina um lítilsvirðingu manns hennar á hug- rekki hans, eins og einhver efi gæti leikið á um hugrekki Williams lá- varðar, eftir það sem hann hafði gert síðustu dagana. Langur, djúpur svefn Baxbys lá- varðar í þægilegu rúminu gerði henni nú gramt í geði og skyndi- lega tók hún ákvörðun. Hún kveikti á kerti og skrifaði á miða þessi orð: „Blóð er þykkara en vatn, elsku William — ég kem.“ Með miðann i hendinni fór hún fram á loftskörina; við nánari í- hugun fór hún inn aftur, fór í frakka mannsins síns og setti upp hatt hans — ekki þó þann, sem hann gekk í daglega — svo að við fljóta athugun gæti litið svo út sem hún væri góðkunningi ein- hverrar vinnustúlkunnar í kastal- anum. Þannig klædd fór hún niður

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.