Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 24

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 24
262 hreytti hún út úr sér og stakk vonzkulega í kjötbita. Hann laut áfram og sló hana glettnislega í bakið. Hún rak upp vein og kjötið rann út af diskinum, vó salt á borðröndinni og féll svo á gólfið. Höggið og óhappið, sem því fylgdi, höfðu engin smáræðis áhrif á Blodwen. Hún reigði og teygði langan hálsinn, andlitið eldroðn- aði og hún þaut fram í eldhúsið, ekki óáþekk ásýndum og reiður hani. „Nú er nóg komið,“ æpti hún, „og meira en nóg.“ Og hún kastaði einhverju gler- dóti frá sér með glamri og gaura- gangi. „Svona nú,“ kallaði Gomer sef- andi til hennar, „svona nú ljúfan. Ég held það sé ekki mikill skaði skeður! Ofurlítið ryk setzt á þetta seigildi. Sjáðu, allt búið. Svona, Blod, jafnaðu þig nú. Hvar eru kartöflurnar? Ég er svangur." Hann vissi, að hún myndi furða sig á þessum blíðu fortölum. Sam- kvæmt venjunni hefði hann nú átt að ausa yfir hana skömmun- um. En úr eldhúsinu vék hún ekki. Hann varp öndinni og fór til henn- ar. Hún sneri baki við honum og gekk að vatnshananum. Hann elti hana og hvíslaði inn í blóðrjótt eyra hennar. „Svona, svona, hvað gengur að þér, vina mín! Þú átt ekki að taka svona á móti manni, sem kemur þreyttur heim og hefir unnið baki brotnu, svo að þú hafir eitthvað að D VÖL bíta og brenna. Líttu nú á mig, Blod — og lofaðu mér einu sinni að sjá þig hlæja eins og þú hlóst í gamla daga! Sjáðu nú, sjáðu, hvað ég kom með handa þér — “ Hann lyfti hendinni, sem hann hafði fal- ið fyrir aftan bak, kitlaði hana í eyrað með rósinni og bar hana svo upp að nefi hennar. „Finndu ilm- inn! Festu hana í treyjuna þína.“ Hún sneri sér við og sagði gremjulega: „Til hvers er að láta rós í hversdagstreyjuna? Hvar náð- irðu í þetta?“ Nú var hún heldur að mýkjast. „Ja, það er nú leyndarmál." „Hana þá,“ sagði hún og hnykkti á með höfðinu, „settu hana í bolla á borðið.“ Meðan þau mötuðust, beindi hún talinu enn að gamla þrætu- eplinu, slaghörpukaupunum. „í dag kom verölisti frá Jones & Ev- ans. Ég held það sé hvergi eins ó- dýrt og hjá þeim. Þar er ein, sem ekki þarf að borga af nema sjö og sextíu á viku.“ Andartak sigu brúnir hans reiði- lega. Hann mælti ekki orð. Hún hélt tali sínu áfram, og að lokum lagði hann orð í belg: „Við skulum athuga málið, at- huga málið.“ Borðhaldinu var lokið og stórt baðker úr tré dregið fram á gólfið. Blodwen þreif kraftalega stóran pott með sjóðandi vatni af eldinum og hellti þvi í kerið. Gomer tíndi af sér spjarirnar. Óhreinindin úr námunni þöktu líkama hans. Blod-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.