Dvöl - 01.10.1939, Page 14

Dvöl - 01.10.1939, Page 14
Moldin er ekki í huga hennar myrk og köld, heldur mjúk og hlý. Það er trú nútímakonunnar. Hún hefir hallað sér að brjósti jarðar- innar, heyrt lækjarniðinn óma seiðandi í eyrum, fundið bergið titra fyrir hamefldum átökum fossins, fundið ilm jurtanna í vit- um, séð brumhnappa nýgræðings- ins gægjast úr nöktum moldar- sverðinum og fylgzt með þróun hans og vexti. Moldin er móðir lífsins. í henni er gott að hvíla — og sameinast lífinu á ný! Það þarf þrótt og skapfestu til þess að mæta dauðanum á þennan hátt, meðan blóðið er ungt og ört og heillandi verkefni kalla. Enn líða ár. Hjarta hennar slær meðal þúsundanna í höfuðstaðn- um. Hún skrifar: „.... Nú leikur margt í lyndi. Og ef ég væri ekki sveitabarn, sem elskaði og tryði á mjúka moldina og fallegu grösin hennar, en sætti mig við göturyk og skarkala og kaffihúsajazz, væri ég kannske ennþá sælli.....“ Er þetta viðhorf íslenzku nú- tíma-sveitastúlkunnar til jarðar- innar? Og á sveitin þessi ítök í hug hennar og sál, þó að hún hafi lent úti í iðu kaupstaðanna? n. Síðari áratugi hefir orðið stór- felld breyting á atvinnuháttum ís- lenzku þjóðarinnar. Stormsveipir nýrra tíma hafa ætt yfir landið. íbúunum hefir fjölgað. En sveit- irnar, níddar af kúgun og rányrkju, höfðu ekki opinn faðminn til þess að taka á móti öllu því unga fólki, sem þar hefir alizt upp og vildi reisa bú. Það þurfti að leita land- náms. Þess Kanaansland lá við sjávarsíðuna, í kaupstöðum og þorpum. Og straumurinn úr sveit- unum hefir verið svo stríður, að þar hefir fólkinu fækkað. Þessi flutningur á mölina hefir átt or- sakir, sem gerðu hann eðlilegan og mjög oft rétmætan: Einangrun sveitanna, lítill afrakstur búanna, hrynjandi húsakostur, erfiðleikar á aðdráttum og fjárþurrð til þess að húsa kotin í dreifbýlinu. Við sjóinn var meiri velta, fleiri og stærri tækifæri til fjáröflunar; þaðan var kallað ákaft á starfsork- una, þar var auðveldara fyrir æskuna að stofna heimili með tómar hendur. En þrátt fyrir svona augljósar orsakir hafa heyrzt hjáróma raddir, sem hafa viljað kenna sveitastúlk- unni um þessa upplausn. Sveita- stúlkan væri hégómagjörn og rót- laus. Hún sæktist eftir fínum kjól- um, samkvæmislífi og munaði. Hún leitaði þess í solli og múgmergð — og karlmaðurinn elti eins og barnið skuggann sinn. Þessi aðdróttun verður aldrei rökstudd, enda kemur hún ekki frá öðrum en þeim, sem skortir þekkingu á kjörum og baráttu ís- lenzka sveitafólksins. Það væri rógur að segja, að sveitastúlkan sé löt og óski iðjuleysis. En hún vill

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.