Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 34

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 34
272 D VÖL tónskáldinu heimfræga, Jean Sibe- lius. í þessum kunningjahópi voru og rithöfundurinn Juhani Aho, skáldið J. H. Erkko og málarinn Pekko Halonen. — Með lestri nátt- úrufræðanna og kynnum við úr- valslið finnskra skálda og lista- manna lagði Sillanpáá grundvöll- inn að æfistarfi sínu — og heims- frægð. Að liðnum fimm lærdómsríkum árum í Helsingfors varð Sillanpáá að snúa baki við menntabrautinni vegna fjárskorts. Leitaði hann þá til átthaganna í Tavastkyrö. Og þegar heim kom, kynntist hann, eins og hann sjálfur hefir sagt, svo óskiljanlega fallegri vinnustúlku — og varð auðvitað strax bálskot- inn í henni. Hún hét Sigrid Maria Salomáki og varð síðar eiginkona hans og móðir átta efnilegra barna. Hún er nú látin. — Elzti sonurinn berst við fjandaherinn eins og for- feður hans hafa gert í marga ætt- liði á liðnum öldum, en yngsta barnið mun nú vera á öðru eða þriðja ári. Síðustu vikurnar hefir Sillanpáá verið einn síns ástvina- liðs í íbúð sinni í Helsingfors og beðið þess, er verða vildi, en yngri börnin sjö hafa dvalizt á sveita- setri fjölskyldunnar í Tavastkyrö. Við heimkomuna frá háskólan- um urðu afdrifaríkustu kaflaskipt- in í lífi fátæka sveitastúdentsins frá Tavastkyrö. — Eros sveif á vængjum morgunroðans yfir vötn- unum og Pan lék á töfraflautu sína í skógunum og seiddi til sín ung, ástfangin hjörtu. Loftið var þrungið ljóðrænni angan. Á því sumri byrjaði Sillanpáá að skrifa. Það fylgir ekki sögunni, hvernig hann varði sumrinu að öðru leyti, en ekki gafst honum tóm til þess að ljúka við skáldsögu sína í heimahögunum. Laumaðist hann burtu einn góðan veðurdag og duldi jafnvel heitmey sína þess, hvert ferðinni væri heitið. Er nú ekki að orðlengja það, að allt gekk eins og í fögru æfintýri, þar sem fátæka vinnustúlkan var kóngsdóttirin og sala handritsins að fyrstu skáld- sögunni hálft ríkið. Eftir atvikum getur valið á nafni sögunnar ekki vakið neina undrun; hún hét: Eld- ma ja aurinko, sem útleggst: „Lífið og sólin“, og fékk hinar beztu við- tökur af frumsmíð að vera. Hún kom út 1916. Ef halda skal áfram líkingunni um kóngsdótturina og ríkið, má segja, að kotungssonurinn tæki að fullu við ríkjum með útkomu ann- arrar skáldsögu sinnar, því að þá ávann hann sér viðurkenningu sem óvenju snjall rithöfundur — fremsti skáldsagnahöfundur á finnska tungu. Og þeim dómi hefir ekki verið hrundið í þau tutt- ugu ár, sem liðin eru síðan. Þessi önnur skáldsaga Sillanpáás heitir Hurskas kurjus (á sænsku „Det fromma elándet“) og kom út 1919. Hún er einskonar yfirlits- mynd af finnsku nútímaþjóðlífi,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.