Dvöl - 01.10.1939, Page 34

Dvöl - 01.10.1939, Page 34
272 D VÖL tónskáldinu heimfræga, Jean Sibe- lius. í þessum kunningjahópi voru og rithöfundurinn Juhani Aho, skáldið J. H. Erkko og málarinn Pekko Halonen. — Með lestri nátt- úrufræðanna og kynnum við úr- valslið finnskra skálda og lista- manna lagði Sillanpáá grundvöll- inn að æfistarfi sínu — og heims- frægð. Að liðnum fimm lærdómsríkum árum í Helsingfors varð Sillanpáá að snúa baki við menntabrautinni vegna fjárskorts. Leitaði hann þá til átthaganna í Tavastkyrö. Og þegar heim kom, kynntist hann, eins og hann sjálfur hefir sagt, svo óskiljanlega fallegri vinnustúlku — og varð auðvitað strax bálskot- inn í henni. Hún hét Sigrid Maria Salomáki og varð síðar eiginkona hans og móðir átta efnilegra barna. Hún er nú látin. — Elzti sonurinn berst við fjandaherinn eins og for- feður hans hafa gert í marga ætt- liði á liðnum öldum, en yngsta barnið mun nú vera á öðru eða þriðja ári. Síðustu vikurnar hefir Sillanpáá verið einn síns ástvina- liðs í íbúð sinni í Helsingfors og beðið þess, er verða vildi, en yngri börnin sjö hafa dvalizt á sveita- setri fjölskyldunnar í Tavastkyrö. Við heimkomuna frá háskólan- um urðu afdrifaríkustu kaflaskipt- in í lífi fátæka sveitastúdentsins frá Tavastkyrö. — Eros sveif á vængjum morgunroðans yfir vötn- unum og Pan lék á töfraflautu sína í skógunum og seiddi til sín ung, ástfangin hjörtu. Loftið var þrungið ljóðrænni angan. Á því sumri byrjaði Sillanpáá að skrifa. Það fylgir ekki sögunni, hvernig hann varði sumrinu að öðru leyti, en ekki gafst honum tóm til þess að ljúka við skáldsögu sína í heimahögunum. Laumaðist hann burtu einn góðan veðurdag og duldi jafnvel heitmey sína þess, hvert ferðinni væri heitið. Er nú ekki að orðlengja það, að allt gekk eins og í fögru æfintýri, þar sem fátæka vinnustúlkan var kóngsdóttirin og sala handritsins að fyrstu skáld- sögunni hálft ríkið. Eftir atvikum getur valið á nafni sögunnar ekki vakið neina undrun; hún hét: Eld- ma ja aurinko, sem útleggst: „Lífið og sólin“, og fékk hinar beztu við- tökur af frumsmíð að vera. Hún kom út 1916. Ef halda skal áfram líkingunni um kóngsdótturina og ríkið, má segja, að kotungssonurinn tæki að fullu við ríkjum með útkomu ann- arrar skáldsögu sinnar, því að þá ávann hann sér viðurkenningu sem óvenju snjall rithöfundur — fremsti skáldsagnahöfundur á finnska tungu. Og þeim dómi hefir ekki verið hrundið í þau tutt- ugu ár, sem liðin eru síðan. Þessi önnur skáldsaga Sillanpáás heitir Hurskas kurjus (á sænsku „Det fromma elándet“) og kom út 1919. Hún er einskonar yfirlits- mynd af finnsku nútímaþjóðlífi,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.