Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 46

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 46
284 D VOL öllum öðrum friðhelgum svæðum, sem til eru, að sínu leyti eins og Kriiger bar höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína þar syðra. Garðurinn er sem svarar fimmta hluta af íslandi að stærð. Hér er því ekki um neinn smáblett að ræða. Hann liggur norðaustantil í ríkinu Transvaal í Suður-Afríku. Innan garðs er fjölbreyttara dýra- líf en nokkurs staðar annars stað- ar á hnettinum, á jafnstóru svæði, og fjöldi einstaklinga að sama skapi. Landslagið í garðinum er all- breytilegt, sem skiljanlegt er um svo stórt svæði. Þar skiptast á fjöll og dalir, hásléttur og láglendi, ár, lækir og stöðuvötn. Jurtagróðurinn er þar ekki síður fjölskrúðugur en dýralífið. Þéttir, hávaxnir skógar og blómum skreyttur gróður þekur landið víða hátt og lágt. Þó að ekki sé lengra en rúmlega 15 ár, síðan þjóðgarðurinn var stofnaður, hefir orðið þar geysi- mikil breyting, einkum hvað snert- ir fjölgun dýranna. Dýralífið er nú talið þar jafnfjölskrúðugt og það var áður en hvítir menn komu til sögunnar og fóru að raska náttúru- friði með veiðum. í þjóðgarðinum eiga dýr af ólík- ustu tegundum heima. Rándýr og klaufdýr heyja þar jafnan stríð. Er hildarleikur sá allægilegur, því að um líf og dauða er að tefla. Klaufdýrunum hefir fjölgað, þótt þau búi þarna á meðal óvina sinna og mörg þeirra verði árlega rándýr- unum að bráð. Náttúran heldur jafnvæginu við, fái hún að búa að sínu og vera sjálfráð, án þess að mennirnir grípi inn á verksvið hennar. Stórar hjarðir af antilóp- um breiða sig víða í fjallshlíðum og dalverpum. í grennd við þá eru jafnan ljón og önnur rándýr á varðbergi í vígahug. Hér verða aðeins nefnd örfá dýr af þeim helztu, sem í garðinum eru. Kúdú-antilópinn er talinn tignarlegasta og fegursta klaufdýr, sem til er af því kyni í garðinum. Hann hefir löng og gormmynduð horn, sem eru hin skæðustu vopn í bardaga við rándýrin, enda ber hann venjulega sigur úr býtum í viðskiptum við þau, að undanskildu ljóninu, en þó kemst það venjulega í hann krappan í einvígi við hann. Önnur dýrategund er þarna algeng, en það er sverð-antilópinn. Hann er nefndur svo eftir hornunum, sem eru löng og mjó eins og sverð. Það er stórt og föngulegt dýr. Hann sigrar í einvígum alla sína óvini, nema konung dýranna. Þá er svo- kallaði impalla-antilópinn, sem er fagurt og tilkomumikið dýr. Af honum eru stórar hjarðir í garð- inum. Hann er dökkbrúnn á baki, gulleitur á síðum en snjóhvítur á kvið. Fæturnir mjóir og langir. Hann er mjög frár á fæti, eins og raunar allir antilópar. Zebradýr, gíraffar, ljón, leópardar og villi- hundar reika til og frá um garð- inn. Þar eru einnig fílar, vatna- hestar og fjöldi annarra spendýra. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.