Dvöl - 01.10.1939, Síða 88

Dvöl - 01.10.1939, Síða 88
326 D VÖL ur, er valdi sér sem aðalverkefni merk- ingabreytingar orða, þ. á m. Jiluthvörf, sem er ákveðinn þáttur merkingabreyt- inganna. Fjallar þetta kver um þann þátt. Nú er það skiljanlega á færi málfræðing- anna einna að dæma um það, hversu vel hefir tekizt, og er sá dómur að nokkru leyti þegar fenginn, þar sem Si'g. Nordal hefir tekið þennan þátt til birtingar í safni sinu, Studia Islandica. En hér við má bæta því, að þeim leikmönnum, sem gaman hafa af að glíma við orð, er hér með sendur skemmtilegur og aðgengilegur lykill að einni kapellu málsins. Það er sagt, að hlutir, sem daglega eru séðir, séu viðkomanda oft ókunnugir vegna skeytingarleysis hversdagsleikans. Það afhroð, sem íslenzk tunga bíður á vörum okkar margra, á vafalaust rætur sínar að rekja til þessa einfalda atriðis. Við notum hana daglega og hún verður hversdagslegur hlutur í huga okkar, hlut- ur, sem við ímyndum okkur að við þekkj- um og kunnum að beita. En þetta er hinn mesti misskilningur. Tungan, sú mæta vél, er okkur harla ókunn, enda oft misþyrmt. En ég hygg, að úr þeim misþyrmingum myndi draga, ef almenningur gerði sér það ljóst, að tungan er æfintýralegur frum- skógur, þar sem fýsilegt er að iðka orða- veiðar og aðrar íþróttir, sér til dægrastytt- ingar. Það geta jafnt leikir og lærðir. En hver sem eitt sinn hefir skyggnzt eftir leyndardómum málsins — einum eða öðr- um þætti — mun hliðra sér hjá þvi að misþyrma tungu sinni meir en þörf van- þekkingarinnar krefur. Halldór Halldórsson sýnir með þessu kveri, að hann er fær um að skrifa fyrir almenning um visindaleg efni málsins, og gæti orðið málviti þeirra, sem tilsagnar- laust voga sér út á reginhöf tungunnar. Vonandi lætur hann ekki kennslustörfin á Akureyri fremja á sér sálarmorð, né þægindi þeirra ginna sig til makráðs að- gerðaleysls, heldur sendir okkur, sem höf- um gaman af orðaveiðum, fleiri kver jafn aðgengileg og þetta fyrsta. K. Strand. Stephan G. Stephansson: Andvölcur, úrval. Sigurður Nordal gaf út. Mál og menn- ing, Reykjavík 1939. „Þvi guð þinnar listar á alJiug þinn einn, i afguðatrú snýst sJcylda.“ Svo kvað Klettafjallaskáldið, eitt hið stórvirkasta og velvirkasta mikilmenni i heimi íslenzkrar tungu og ljóðlistar. Af þessum orðum hans væri hægt að draga þá ályktun, að skáldið hefði jafnan látið skyldustörf hversdagslífsins sitja á hak- anum vegna hinnar háleitu köllunar. En sá, er slíkt gerði, hefði lélegar eða engar spurnir af æfi Stephans G. Stephansson- ar. Ef til vill hefir ekkert íslenzkt skáld virt skáldköllun sína meir, en þó jafn- framt engan bilbug látið á sér finna gagn- vart daglegum skyldum og landnámsstriti einyrkjans. En enginn efast þó um, að listin hafi verið sá guð, sem Stephan sízt vildi bregðast. Þar var hinn hái helgi- dómur lífs hans. Þessi tvidrægni i sálarlifi skáldsins verð- ur oss ljós af kvæðum hans, en þó hálfu ljósari eftir að vér höfum lesið ritgerð Sigurðar Nordals framan við Andvökur. Enda hefir Nordal með þeirri ritgerð unnið þarft verk og gott í þágu islenzkr- ar bókmenntasögu og bókmenntaskýring- ar. Hún ber það með sér, að til hennar hefir ekki verið kastað höndum, heldur verið unnin af alúð og nákvæmni, sem einkennir öll verk höfundar hennar. Og hún er meira en áreiðanleg æfisaga, hún er líka reist á glöggum skilningi á persónu skáldsins og sálfræðilegri innsýn. Hjá þvi getur ekki farið, að þessi ritgerð geri flestum, sem hana og Stephan lesa, auð- veldara að skilja lif og list þessa stór- skálds. Það var hin mesta nauðsyn að gera úrval af kvæðum Stephans G. og á útgef. skilið þakkir allra íslendinga fyrir að hafa leyst svo prýðilega af hendi þessa skyldu vora við skáldið — og sjálfa oss. Stephan G. er yfirleitt ekki auðveldur viðfangs og sizt í byrjun. Er því mörgum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.