Dvöl - 01.10.1939, Page 50
288
D VÖL
Skelfiskarnir
Eftir Mogens Lorentzen.
Gangbrúin út í Finnlandsskipið
var dregin skröltandi upp á stein-
bryggjuna og hásetarnir voru til-
búnir að sleppa landfestunum. Þá
kom allt í einu maður út úr einu
húsasundinu niður á bryggjuna og
öskraði af öllum kröftum. Hann
var prýðilega af guði gerður, hár,
þrekinn, ljósrauður yfirlitum og
vel búinn. Stórir, þreknir menn
njóta sérstakra réttinda, eins og
kunnugt er. Gangbrúin var í snatri
sett niður aftur, allir stóðu kyrrir
og biðu, meðan maðurinn mjakað-
ist um borð í virðulegri ró, og þegar
hann var kominn á skipsfjöl, hvarf
hann samstundis niður í káetuna.
En „Döbelen“ fór í boga fram hjá
Katrínarlyftunni og hélt af stað
út í skerjagarðinn fram undan
Stokkhólmi.
Það var heiðskírt vorkvöld yfir
borginni, sumarbústöðunum, korn-
hlöðunum og greniklæddu hólm-
unum, þar sem ljósin blikuðu í
litlu, hvítu vitaturnunum, meðan
rökkrið var að síga yfir. Sjórinn
var rólegur og rann saman við
himininn, og vélin knúði skipið
áfram um þetta ríki norrænnar
fegurðar. Það varð ekki of kalt á
þilfarinu, fyrr en langt var liðið
á kvöld.
Þrekni maðurinn sat klofvega
yfir miðjan legubekkinn í káet-
unni, þegar ég kom niður. Ég var
Stormurinn fellir hin feysknu tré,
fjörgar og hressir, þótt kaldur sé.
— Syngjum snœinn í sveitir,
syngjum brimið að strönd. —
Fögnum árstíðum öllum vel,
uppstyttir sérhvern byl og él.
Ljúfast er vor eftir vetur,
vitur, sá jafnt þau metur.
Syngjum vor og sumar, vetur og haust
velkomin jörðunni endalaust.