Dvöl - 01.10.1939, Page 12

Dvöl - 01.10.1939, Page 12
250 D VOL Hjalmar Gnllberg: Patm6 Hinn blessaði herra Bernhard frá Clairvaux mér, knapa sínum, bauð að beizla jó. Hans list að þegja er alveg undraverð; ei nefndi hann, hvert var heitið okkar ferð. Við þræddum fram með vatnsins spegli veg, hann grár og lotinn, ljós og grannur ég. Ég hugsaði eftir hringferð kringum það: til lítils fór minn herra heiman að. Og er við riðum þetta í þriðja sinn: að útivist er holl, veit herra minn. Og sem var ferðin sjöunda um það gjörð: minn herra gleðst við Guðs síns fögru jörð. Einn lævirki uppi söng um sól og vor; við riðum tólfta sinni í sömu spor. Þá rufu þögli okkar orðin mín: „Já, víst er himneskt, hvernig vatnið skín!“ Ei keyrispústur hefði sem hans svar mig fyllt svo djúpri furðu: „Vatnið — hvar?“ Minn herra ei skynjað hafði þennan dag hið bjarta vatn né fuglsins lofsöngslag. Þótt sannanlega söm væri okkar leið, hann aðrar slóðir einhvern veginn reið. Aldrei skil ég, hans eiginn knapi þó, hinn blessaða herra Bernhard frá Clairvaux. Magnús Ásgeirsson íslenzkaði.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.