Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 10

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 10
248 Það var eins og allt hringsnerist fyrir Sigurði, þjónninn, borðin og súlurnar í salnum. Og í móðu var sem hann sæi andlitin á Haraldi og Gunnari, þau voru blaut og þvöl og strengd af smeðjulegu brosi. — Sigurður ha, — gamli vinur, — skál! — Hann kreppti hnefana. — Þessi andlit. — Svikarar. Hann hratt þjóninum frá sér og barði út í loftið. En þar var ekkert, — alls ekkert. Hann hálfdatt niður í sæt- ið aftur. „Borga,“ tautaði hann og fór niður í vasa sinn. Svo tíndi hann seðlana út úr gamla veskinu einn eftir annan, þangað til þjónn- inn var búinn að fá nóg. Það var líkast þvi, að hann hvorki sæi eða vissi, hvað hann var að gera. Svo staulaðist hann út í forstof- una. Þar var slangur af mönnum, sumir þeirra voru kenndir. Annars voru flestir farnir, því að það var komið miðnætti. Einn mannanna vatt sér að Sigurði. „Heyrðu lasm, þú ert fullur í dag, ha?“ Sigurður var ekki í neinu glens- skapi. Hann hratt manninum frá sér, en var nærri dottinn um leið. Hann studdi sig við borðið og fálm- aði eftir frakkanum sínum. Strák- arnir fóru að hlæja. „Hjálpið þið mannræflinum í frakkann," sagði einhver. Mannræflinum, hugsaði Sigurð- ur. Það var þó fjandi hart, og hann reyndi að gera sig brattan og leit illilega umhverfis sig. Mað- urinn, sem hafði ávarpað hann í D VÖL fyrstu, myndaðist við að hjálpa honum í frakkann, þó að fullur væri. „Svona, hana nú. — Hérna, — þú misstir vasaklútinn. Við skulum bara setja hann pent í frakka- vasann. — Ha, enginn vasi? — Nú, hann er hérna megin, — hægra megin, ekki satt? Svo það er þá einn af þessum fínu, — einn af þessum nýmóðins, — einn af þess- um, sem verða ungir í annað sinn, ha?“ Hann hallaði undir flatt og skáblíndi á Sigurð. Strákarnir ráku upp gusur af hlátrum. „Hann er í umsnúnum frakka,“ sagði einhver. „Flott maður,“ sagði annar, sem var hálffullur. „Nýr hattur, ultra moderne stafur og pre-war frakki.“ — Maðurinn hló ofsalega að sinni eigin fyndni og strákarnir tóku undir, eins og í kór. En nú var Sigurður búinn að fá nóg. Honum var að visu ekki fylli- lega ljóst, að hann var fullur, enda skipti minnstu, hvað það var kall- að. Hann var veikur, veikur á lík- ama og sál. Honum var það ljóst, að hann hafði verið svikinn og gabbaður. Vinsemdin hafði verið kalt og útreiknað fláræði frá upp- hafi. Matur, vín og vindlar og svo vinsemd, jú auðvitað, hver hafði nokkurn tíma sótt eftir hans vin- semd? Og nú var aðeins hlegið að honum. Hann var hæddur og smáð- ur einmitt á þeirri stundu, sem honum var að verða ljós sín eigin smæð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.