Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 66
304 D VOL ekki svo auðvelt að gefa mér ráð. „Hugsaðu þér alla þá, sem hafa hjálpað mér, faðir minn!“ segi ég. „Hugsaðu um mína tryggu vin- konu Esselde, sem reyndi að brjóta mér braut, meðan enginn þorði að hafa trú á mér! Hugsaðu þér alla þá, sem hafa myndað skjólgarð um skáldskap minn! Og gleymum ekki mínum ágæta ferðafélaga, sem ekki aðeins fór með mér til SuðuT- landa og sýndi mér alla dýrð list- arinnar, en einnig gjörði allt líf mitt bjartara og ríkara! Og hugs- aðu þér allan þann kærleika,sem ég hefi mætt, margskonar heiður og hrós! Geturðu nú ekki skilið, að ég þurfti að koma til þín, til þess að fá að vita, hvernig hægt er að borga svona stórskuldir?" Faðir minn horfir niður fyrir sig og er nokkru áhyggjufyllri en í byrjun. „Ég sé nú, að það verður ekki svo auðvelt að hjálpa þér, stúlka mín,“ segir hann. „En nú er það auðvitað ekki meira?“ „Jú, þetta væri nú hægt að bera,“ segi ég. „En nú kemur það allra versta. Það var þess vegna, að ég varð að koma til þín og biðja um ráð.“ „Ég get ekki skilið, hvernig þú hefir aukið skuld þína,“ segir faðir minn. „Jú,“ segi ég og svo segi ég hon- um „það.“ „Ég get ekki hugsað mér, að sænska Vísindafélagið.......“ segir faðir minn. En samtímis lítur hann framan í mig, og þá skilur hann að „það“ er satt. Og það kemur hreyfing á hverja einustu hrukku í gamla andlitinu hans, og hann fær tár í augun. „Hvað á ég að segja við þá, sem hafa tekið ákvörðun um þetta, og þá, sem hafa beitt sér fyrir því að ég fengi Nobelsverðlaunin?“ segi ég. „Því að þú verður að muna, faðir minn, að það eru ekki aðeins heið- ur og peningar, sem þeir hafa gef- ið mér. Það er einnig það, að þeir hafa svo gott álit á mér, að þeir hafa haft hugrekki til að heiðra mig fyrir öllum heiminum. Hvernig á ég að gjalda þessa þakklætis- skuld?“ Faðir minn situr dálitla stund í djúpum hugsunum, en svo þurrkar hann gleðitárin úr augum sér, réttir úr sér og slær með hnefan- um i stólbríkina. „Ég vil ekki sitja hér lengur og brjóta heilann um það, sem enginn, hvorki á himni eða jörðu, getur svarað!“ segir hann. „Fyrst það er satt, að þú hefir fengið Nobelsverðlaunin, þá get ég ekki hugsað um annað en gleðjast!“ Yðar konunglegu hátignir! Herr- ar mínir og frúr! Þar sem ég fékk ekki betra svar við öllum spurningum mínum, þá á ég ekki annað eftir en að biðja yður að taka þátt í þakklætisósk, sem ég hefi þann heiður að flytja sænska Vísindafélaginu. Eiríkur Sigurðsson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.