Dvöl - 01.10.1939, Page 66

Dvöl - 01.10.1939, Page 66
304 D VOL ekki svo auðvelt að gefa mér ráð. „Hugsaðu þér alla þá, sem hafa hjálpað mér, faðir minn!“ segi ég. „Hugsaðu um mína tryggu vin- konu Esselde, sem reyndi að brjóta mér braut, meðan enginn þorði að hafa trú á mér! Hugsaðu þér alla þá, sem hafa myndað skjólgarð um skáldskap minn! Og gleymum ekki mínum ágæta ferðafélaga, sem ekki aðeins fór með mér til SuðuT- landa og sýndi mér alla dýrð list- arinnar, en einnig gjörði allt líf mitt bjartara og ríkara! Og hugs- aðu þér allan þann kærleika,sem ég hefi mætt, margskonar heiður og hrós! Geturðu nú ekki skilið, að ég þurfti að koma til þín, til þess að fá að vita, hvernig hægt er að borga svona stórskuldir?" Faðir minn horfir niður fyrir sig og er nokkru áhyggjufyllri en í byrjun. „Ég sé nú, að það verður ekki svo auðvelt að hjálpa þér, stúlka mín,“ segir hann. „En nú er það auðvitað ekki meira?“ „Jú, þetta væri nú hægt að bera,“ segi ég. „En nú kemur það allra versta. Það var þess vegna, að ég varð að koma til þín og biðja um ráð.“ „Ég get ekki skilið, hvernig þú hefir aukið skuld þína,“ segir faðir minn. „Jú,“ segi ég og svo segi ég hon- um „það.“ „Ég get ekki hugsað mér, að sænska Vísindafélagið.......“ segir faðir minn. En samtímis lítur hann framan í mig, og þá skilur hann að „það“ er satt. Og það kemur hreyfing á hverja einustu hrukku í gamla andlitinu hans, og hann fær tár í augun. „Hvað á ég að segja við þá, sem hafa tekið ákvörðun um þetta, og þá, sem hafa beitt sér fyrir því að ég fengi Nobelsverðlaunin?“ segi ég. „Því að þú verður að muna, faðir minn, að það eru ekki aðeins heið- ur og peningar, sem þeir hafa gef- ið mér. Það er einnig það, að þeir hafa svo gott álit á mér, að þeir hafa haft hugrekki til að heiðra mig fyrir öllum heiminum. Hvernig á ég að gjalda þessa þakklætis- skuld?“ Faðir minn situr dálitla stund í djúpum hugsunum, en svo þurrkar hann gleðitárin úr augum sér, réttir úr sér og slær með hnefan- um i stólbríkina. „Ég vil ekki sitja hér lengur og brjóta heilann um það, sem enginn, hvorki á himni eða jörðu, getur svarað!“ segir hann. „Fyrst það er satt, að þú hefir fengið Nobelsverðlaunin, þá get ég ekki hugsað um annað en gleðjast!“ Yðar konunglegu hátignir! Herr- ar mínir og frúr! Þar sem ég fékk ekki betra svar við öllum spurningum mínum, þá á ég ekki annað eftir en að biðja yður að taka þátt í þakklætisósk, sem ég hefi þann heiður að flytja sænska Vísindafélaginu. Eiríkur Sigurðsson þýddi.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.