Dvöl - 01.10.1939, Blaðsíða 73
D VOL
311
skíðakappi, sem er gestur íslenzkra
skíðamanna, opni svigtarautina og
sé að leggja af stað. „Ef hann dytti
nú,“ segir illkvittnisleg rödd i hópn-
um. En þegar hann tekur fyrstu
beygjuna, er öllum ljóst, að hann
dettur ekki. Það er eins og hann
líði sjálfkrafa gegnum brautina,
viss og öruggur, eins og maður, sem
gengur á sléttum vegi. Nú fer hann
erfiðustu beygjuna. Var þetta
virkilega svona auðvelt? Svo koma
keppendurnir hver af öðrum. Þeir
ýmist standa eða falla. Brautin er
víst ekki svo auðveld. Tvær um-
ferðir og keppninni er lokið.
En þessi krókótta, einkennilega
braut freistar áhorfendanna. Marg-
ir þeirra spenna nú á sig skíðin og
fara að prófa, hvernig þeim mundi
hafa gengið í keppninni. Engar töl-
ur eru birtar frá þeirra keppni.
Hinn erlendi skíðakappi tekur skíð-
in sín og heldur upp á brautarenda.
Ef til vill ætlar hann nú að
skemmta sjálfum sér, án þess að
þurfa að vera eingöngu til sýnis.
En nú gerist dálítið atvik, sem
verður þeim ógleymanlegt, er sjá
það. Þegar hann kemur fyrir leiti,
er nýdottinn maður á brautinni.
Brautin er svo mjó, að hann hlýtur
að fara yfir manninn. Nei, eld-
snöggt hefir hann beygt, en nú
rennur hann líka beint út í grjótið.
En hvað er þetta? Fyrr en varir er
hann kominn niður í snjóskafl
langt niðri í brekku, án þess að
koma við jörð á auða beltinu. Það
er hvorki tími til að æpa af hræðslu
né aðdáun, en mönnum skilst, að
þeir hafa séð eitthvað stórfeng-
legt. Þetta er list.
II
Það hallar degi. Hópurinn tvístr-
ast. Bílarnir fara til byggða með
syngjandi skíðamenn. Aðrir eru
fram á nótt að renna sér í brekk-
unum. Mánaskinið slær töfrabirtu
á snjóinn og „öllu voru landi lýsa
langeldar, sem nóttin kyndir.“ Nú
er ekki erfitt að hugsa sér huldu-
fólk í hverjum hól, ekki þetta
hefnigjarna og geðilla, sem ekki
þolir hávaðaleika æskunnar, held-
ur vingjarnlega og káta álfa, sem
koma í leik með litlu börnunum og
glettast lítilsháttar við fullorðna
fólkið. Það er hörmulegt að þurfa
nokkurn tíma að hætta, en nú er
meira en mál að halda heim í
skála. Við skulum halda inn í einn
af þeim, sem ekki hefir á sér gisti-
hússnið. Hér komum við inn í stór-
an sal, nærri þéttskipaðan af fólki.
Framan úr eldhúsi leggur ilminn
af kaffi, súpu og allskyns mat.
„Allra þefja blessuð blanda“, sem
er svo aðlaðandi fyrir svangan
mann. Annars snæða menn hér
mest úr bakpokum og nota alla
hugsanlega borðsiði.
Bráðlega hafa allir svalað hungri
og þorsta og nú byrjar kvöld-
skemmtun. Úti í horni sitja tveir
þingmenn og ræða vandamál þjóð-
félagsins í hljóði og af slíkri al-
vöru, að allir fara ósjálfrátt að líta
til þeirra með lotningu, en glaum-