Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 40
278
D VÖL
Anna
— frú Baxby
Eftir Thomas Hardy
Enska skáldið og rithöíundurinn Tlio-
mas Hardy var fæddur 1840, dáinn 1928.
Skáldsögur hans náðu á sínum tíma —
á síðasta tug 19. aldar og fyrsta tug
þessarar aldar — afarmikilli hylli og
útbreiðslu, meiri en nokkurs annars ensks
rithöfundar, og enn í dag er hann mikið
lesinn. Hann þykir frábærlega næmur
og markviss í sálarlífslýsingum sínum og
má nefna þar sem dæmi aðalpersónuna
í frægustu bók hans, „Tess of the
D’Urbervilles".
Þó að hinar stærri skáldsögur hafi valdið
mestu um hylli hans og frægð, þá eru
smásögur hans þó engu síðri, og hefir
seinni tíminn þó einkum lært að meta
hinar hárfínu, meitluðu augnabliksmynd-
ir, sem í þeim birtast, og þyrfti það engan
að undra, þó að þær yrðu löngu skáld-
sögunum langlífari. Þessi glettna, nærri
þvi boccaccioska smásaga, sem hér birtist,
er ef til vill ekki einkennandi dæmi um
efnisval Hardy’s, en hún ber eigi að síður
handbragði hans vitni í formi og stíl.
Það var á tímum hinnar miklu
borgarastyrjaldar — ef ég ætti þá
ekki heldur, sem trúr og hlýðinn
þegn, að kalla hana uppreistina
miklu, eins og Clarendon. Það var
á þessum ógæfusömu tímum í sögu
okkar, að áliðnu hausti árið,
sem hersveitir þingsins tóku sér
stöðu fyrir framan Shertonkastala,
með hátt á fjórða þúsund hermenn
og fjórar fallbyssur. Kastalinn
var á þessari öld, eins og við vitum
öll, í eigu eins Severn-jarlsins,
og notaður sem setuliðsstöð fyrir
markgreifann, sem stjómaði her-
sveitum konungsins á þessum slóð-
um. Jarlinn og elzti sonur hans,
Baxby lávarður, voru að heiman
um þessar mundir, að safna liði
fyrir konung. Frú Baxby, kona lá-
varðarins, var í kastalanum, þegar
umsátursliðið nálgaðist, ásamt
þjónustufólki sínu, nokkrum vinum
og nánum ættingjum lávarðarins,
og vörnin var svo góð og vel skipu-
lögð, að þau töldu sér ekki bráða
hættu búna.
Hersveitir þingsins voru einnig
undir lávarðsstjórn — því að aðals-
stéttin var, á þessu stigi stríðsins,
engan veginn öll á bandi konungs
— og menn höfðu veitt því eftir-
tekt, á meðan hersveitirnar nálg-
uðust kastalann í skjóli náttmyrk-
ursins og um morguninn, þegar
liðskönnunin fór fram, að hinn
göfugi lávarður var mjög hugsjúk-
ur. Sannleikurinn var sá, að undar-
legir duttlungar örlaganna höfðu
hagað því svo, að virki það, sem
hann átti að vinna, var heimili
systur hans, sem hann hafði elsk-
að heitt á meydómsskeiði hennar,
og elskaði ennþá, þrátt fyrir
fáleika þá, sem leitt höfðu af ó-
friðnum við fjölskyldu eiginmanns
hennar. Hann trúði því einnig,