Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 5

Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 5
D VÖL 243 vinnuleysi, fæði, húsnæði, þjón- usta. Tæpara mátti það nú víst ekki standa og þó — stundum hafði það verið minna. — En duglegur skraddari gefur ekki langan tíma til umhugsunar. „Við sjáum þetta betur, ef við komum úr frakkanum," sagði hann og snaraði sér að Sigurði. Á næsta augnabliki lá frakkinn á borðinu. „Sjáið til,“ sagði skraddarinn, „hann er hreint ekki svo mjög slit- inn, aðeins snjáður um vasa og dálítið upplitaður. Ja, sei, sei, hér sjáum við þann rétta lit.“ Hann bretti við kraganum og sýndi Sig- urði. „Svona getur hann orðið. Al- veg eins og nýr. Enginn maður sér mismuninn.“ Hann horfði með hrifningu á Sigurð og frakkann. Slíkir möguleikar, sem hér voru fyrir hendi. Raunverulega nýr frakki fyrir 40 krónur! Sigurður var unninn. „Það er líklega réttast," sagði hann og reyndi að setja mannalegan hirðu- leysisblæ á röddina. Hann var þó eiginlega orðinn dálítið spenntur, þó að hann vildi ekki láta á því bera. Viðskiptamóðurinn var nú óðum að renna af skraddaranum. Sigur- inn var unninn og andartak voru áhyggjur starfsins, sem fram und- an lá, ríkastar í huga. „Við skulum nú sjá, mánudagur, — á fimmtudag þurfum við að máta og svo reynum við þá að hafa frakkann tilbúinn á laugardags- kvöld.“ Brúnirnar lyftust, hann horfði á Sigurð eins og mikill vel- gjörðamaður, sem bíður eftir hrifn- ingu fólksins. — Þegar Sigurður kvaddi, brosti maðurinn innilega og hneigði sig virðulega um leið. Sigurður var ekki í alla staði ánægður á heimleiðinni. Frakkinn, þessi gamli förunautur hans, var í ókunnra manna höndum, og hamingjan mátti vita, hvað út af þvi myndi koma. Það var þó eitt- hvað annað og meira en verðmæti nytsamrar flíkur, sem olli áhyggj- um hans, — á vissan hátt hafði hann eiginlega brugðizt gömlum vini.Hvað voruþeir annars búnir að vera lengi samferða á lífsleiðinni, hann og frakkinn? Við skulum sjá, fimmtán ár, — jú, það voru víst fimmtán ár. Þá var Sigurður tutt- ugu og þriggja ára gamall. Tutt- ugu og þrír — þrjátíu og átta, það var ekki um að villast. Og mun- urinn á tuttugu og þrem og þrjátíu og átta er náttúrlega alltaf þessi ákveðni og stærðfræðilegi munur, en þegar um hluta af mannsæfi er að ræða, þá er hann lika oftast annað og miklu meira. Það fannst Sigurði. Langt aftur í þoku liðinna ára, hvörfluðu fram sundurlausar myndir. Ung stúlka, með dökkjarpt hár og gráblá augu, — og þá var frakkinn nýr. Hann hafði verið sjálegur í þá daga, nýkominn út úr búðinni, með sterkum, þægileg- um, útlendum ilm. En ilmurinn af nýjum klæðum vill nú stundum hverfa nokkuð fljótt, og falleg, grá-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.