Dvöl - 01.10.1939, Page 5

Dvöl - 01.10.1939, Page 5
D VÖL 243 vinnuleysi, fæði, húsnæði, þjón- usta. Tæpara mátti það nú víst ekki standa og þó — stundum hafði það verið minna. — En duglegur skraddari gefur ekki langan tíma til umhugsunar. „Við sjáum þetta betur, ef við komum úr frakkanum," sagði hann og snaraði sér að Sigurði. Á næsta augnabliki lá frakkinn á borðinu. „Sjáið til,“ sagði skraddarinn, „hann er hreint ekki svo mjög slit- inn, aðeins snjáður um vasa og dálítið upplitaður. Ja, sei, sei, hér sjáum við þann rétta lit.“ Hann bretti við kraganum og sýndi Sig- urði. „Svona getur hann orðið. Al- veg eins og nýr. Enginn maður sér mismuninn.“ Hann horfði með hrifningu á Sigurð og frakkann. Slíkir möguleikar, sem hér voru fyrir hendi. Raunverulega nýr frakki fyrir 40 krónur! Sigurður var unninn. „Það er líklega réttast," sagði hann og reyndi að setja mannalegan hirðu- leysisblæ á röddina. Hann var þó eiginlega orðinn dálítið spenntur, þó að hann vildi ekki láta á því bera. Viðskiptamóðurinn var nú óðum að renna af skraddaranum. Sigur- inn var unninn og andartak voru áhyggjur starfsins, sem fram und- an lá, ríkastar í huga. „Við skulum nú sjá, mánudagur, — á fimmtudag þurfum við að máta og svo reynum við þá að hafa frakkann tilbúinn á laugardags- kvöld.“ Brúnirnar lyftust, hann horfði á Sigurð eins og mikill vel- gjörðamaður, sem bíður eftir hrifn- ingu fólksins. — Þegar Sigurður kvaddi, brosti maðurinn innilega og hneigði sig virðulega um leið. Sigurður var ekki í alla staði ánægður á heimleiðinni. Frakkinn, þessi gamli förunautur hans, var í ókunnra manna höndum, og hamingjan mátti vita, hvað út af þvi myndi koma. Það var þó eitt- hvað annað og meira en verðmæti nytsamrar flíkur, sem olli áhyggj- um hans, — á vissan hátt hafði hann eiginlega brugðizt gömlum vini.Hvað voruþeir annars búnir að vera lengi samferða á lífsleiðinni, hann og frakkinn? Við skulum sjá, fimmtán ár, — jú, það voru víst fimmtán ár. Þá var Sigurður tutt- ugu og þriggja ára gamall. Tutt- ugu og þrír — þrjátíu og átta, það var ekki um að villast. Og mun- urinn á tuttugu og þrem og þrjátíu og átta er náttúrlega alltaf þessi ákveðni og stærðfræðilegi munur, en þegar um hluta af mannsæfi er að ræða, þá er hann lika oftast annað og miklu meira. Það fannst Sigurði. Langt aftur í þoku liðinna ára, hvörfluðu fram sundurlausar myndir. Ung stúlka, með dökkjarpt hár og gráblá augu, — og þá var frakkinn nýr. Hann hafði verið sjálegur í þá daga, nýkominn út úr búðinni, með sterkum, þægileg- um, útlendum ilm. En ilmurinn af nýjum klæðum vill nú stundum hverfa nokkuð fljótt, og falleg, grá-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.