Dvöl - 01.10.1939, Síða 9

Dvöl - 01.10.1939, Síða 9
D VÖL lagi hans. Sigurður hikaði með staupið á vörunum, en herti svo upp hugann og gerði hið sama og hinir. Úr því hann á annað borð hafði látið hafa sig í þetta, var ekki um annað að gera en að fylgjast með, annað var vanþakklæti og draugsháttur. — Eftir því, sem lækkaði i flösk- unni, varð þetta líka léttara og léttara. Það var eins og einhver hlýinda straumur væri farinn að líða um líkamann, og þessum straum fylgdi bæði lifsánægja og hugrekki. Sigurður, sem í upphafi hafði gert lítið annað en að brosa og samþykkja með hinni prúð- mannlegu kurteisi, sem honum var eiginleg, var nú farinn að gefa orð í belg og hlæja við raust, að því, sem hann jafnvel sjálfur sagði. Þetta fór ekki verulega að koma í ljós fyrr en með kaffinu og kon- íakinu, því að vitanlega gat Har- aldur Jónsson ekki vreið þekktur fyrir að bjóða vinum sínum upp á kaffi án koníaks á slíku kvöldi. Skálarnar urðu nú tíðari og tíð- ari, andlitin roðnuðu og þrútnuðu. Á utanverðum nefjum glitraði í sandsmáa daggardropa, sem komu aftur og aftur,þó að þurrkaðir væru í burtu, og sem síðast var hætt að skeyta um. Félagar Sigurðar tóku nú að ókyrrast við borðið og voru af og til farnir að leggja í smá- ferðalög út í salinn, en þar virtist þeim ekki vant kunningja. í fyrstu fóru þeir til skiptis í þessa leiðangra, en svo fór að lok- 247 um, að Sigurður sat einn eftir yfir tómum flöskum og hálfreyktum vindlum. Hann reri óstyrkt fram og aftur í sætinu og sönglaði ein- hverja lagleysu fyrir munni sér, sem þó ekki heyrðist í klið glað- værðar og hljóðfæraleiks. Andlits- drættir Sigurðar voru orðnir slapp- ir og sljóvir og hugsunin óljós. Á skömmum tíma var það nú fram komið, sem honum til þessa dags hafði án nokkurra átaka eða sjálfsafneitunar tekizt að sigla framhjá á þrjátíu og átta ára langri æfi: Sigurður Bjarnarson var fullur.-------- — Sigurður tók við blaðinu. Hann varð þess nú var, að það var orðið hálfrokkið í salnum og ein- kennilega hljótt. Hann stakk blað- inu í vasann, án þess að líta á það. „Reikningurinn,“ sagði þjónninn. „Þetta er reikningurinn. Við erum að loka.“ „Reikningurinn, hvað?“ „Þér verðið að borga, við erum að loka,“ sagði þjónninn aftur. „Borga, borga,“ tautaði Sigurður, og virtist varla skilja orðið. En svo var allt í einu eins og ljós rynni upp fyrir honum, „já, borga,“ sagði hann og reyndi að brosa til þjóns- ins — „það gerir Haraldur, þeir Gunnar og Haraldur.“ „Svona, ekkert rövl,“ sagði þjónninn. „Hér er enginn Gunnar og Haraldur, þér hafið borðið og þér borgið reikninginn.“ Hann ýtti við öxlinni á Sigurði og varð mjög ákveðinn á svipinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.