Dvöl - 01.10.1939, Page 94

Dvöl - 01.10.1939, Page 94
332 Kímnisögur Gestur á áheyrendapöllum enska þings- ins spurði einn dyravarðanna, hvort starf þingprestsins væri í því fólgið, að biðja fyrir þingmönnunum. „Nei,“ svaraði dyravörðurinn, „hann kemur hingað í þingið, lítur yfir hópinn og biður svo fyrir fósturjörðinni." Pógetinn (við lögregluþjóninn): „Af hverju hélduð þér, að þessi maður væri drukkinn?" Lögregluþjónninn: „Jú, sjáið þér til, herra fógeti, hann fór beina leið inn í skýli vökumannsins og spurði: „Vökumað- ur, hvað líður nóttinni?" “ „Þú ert heldur súr á svipinn í dag, lasm,“ sagði maður einn við vin sinn, sem hann mætti á götunni. „Hvað gengur að þér?“ „Það er nú ýmislegt, sem að mér geng- ur,“ svaraði hinn. „Pabbi gamli dáinn og mamma líka, og konan mín hlaupin á burt með öðrum. Bróðir minn er farinn Nú eru erfiðleikar á ýmsu. Pappírs- skortur amar helzt að Dvöl. Þetta hefti er dálítið á eftir áætlun. En því til upp- bótar er það heldur stærra en gert var ráð fyrir. Viðbúið er, að útkoma næsta heftis dragist nokkuð, vegna pappírs- leysis. En mikil von er um, að úr rætist fvrir sumarið og þá koma sennilega út tvö hefti með stuttu millibili. Útsölumenn og aðrir velunnarar Dvalar eru vinsamlega beðnir að útvega nýja kaupendur, þar sem þess er kostur. Vel má leiða athygli að því, að í einu hefti Dvalar er álíka mikið lesmál og í ýmsum bókum, sem kosta þetta 4—6 kr. En á- skrifendur Dvalar fá heftið fyrir kr. 1.50. Enda hefir Dvöl fengið mörg bréf frá kaupendum sínum, þar sem þeir telja hana einhver allra beztu bókakaupin, sem nú er völ á. D VÖL á hausinn og kona hans og börn að verða hungurmorða, og systir mín stórslasaðist í verksmiðjunni þar sem hún vinnur." „Ojæja, ekki hefir þú farið varhluta af mótlætinu. Ég er hissa, að þú skulir ekki hafa skorið þig á háls.“ „Það hefi ég einmitt gert,“ svaraði hinn, tók af sér flibbann, og þá datt höfuðið af honum á götuna. Ekki alls fyrir löngu komst óður hundur inn í búð, þar sem brunaútsala íór fram. Það tók enginn eftir honum. Ef nýtízku-málarinn skrifaði ekki nafn sitt í eitt horn myndarinnar, gæti enginn vitað, hvernig hún ætti að snúa. Hálfur heimurinn er fólk, sem hefir eitthvað að segja, en getur ekki sagt það, og hinn helmingurinn er fólk, sem hefir ekkert að segja, en segir það samt.“ — Viljið þér verða konan mín? — Hvað hafið þér milcil laun? — Hundrað krónur á viku. — Hundrað krónur! Uss, það myndi ekki nægja fyrir vasaklútum handa mér. — Jæja, en ég gæti nú beöið þangað til yður batnar kvefið. Starfsöm kona. Frú Anna er í mótsetningu við mann sinn mjög dugleg. Jósep er líka stoltur af henni. — Hugsaðu þér bara, sagði hann við vin sinn Jakob. Fyrri hluta dagsins vinn- ur konan min á skrifstofu, seinni hlutann og á kvöldin er hún við aðgöngumiðasölu. Og þegar hún hættir þar, spilar hún á slaghörpu á næturskemmtun. — En hvenær sefur hún þá? spurði Jakob. — Það gerir hún nokkrar klukkustundir um miðjan daginn í sýningarglugga sem auglýsing fyrir náttföt. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Vigfús Guðmundsson.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.