Dvöl - 01.10.1939, Qupperneq 78
316
syngja þar, af því að þar voru
engin börn, og trén gleymdu að
blómgast. Einu sinni teygði fagurt
blóm kollinn upp úr grasinu, en
þegar það sá auglýsingaspjaldið,
kenndi það í brjósti um börnin,
hné í skaut jarðarinnar og féll í
svefn. Þeir einu, sem voru ánægðir,
voru Snjórinn og Kuldinn. „Vorið
hefir gleymt garðinum," kölluðu
þeir, „svo viö getum búið hér allt
árið.“ Snjórinn þakti grasið stór-
um, hvítum hjúpi og Kuldinn
prýddi trén silfri. Síðan buðu þeir
Norðanvindinum heim, til þess að
dvelja hjá þeim, og hann kom.
Hann var dúðaður í loðfeld, og
hann buldi allan daginn í garðin-
um. „Þetta er unaðslegur staður,“
sagði hann, „við ættum að bjóða
Haglbylnum heim.“ Haglbylurinn
kom. Þrjár klukkustundir á hverj-
um degi dundi haglið á þaki kast-
alans, unz það hafði brotið flestar
þakhellurnar. Síðan þaut hann
aftur og fram um garðinn, eins
hratt og hann gat. Hann var grá-
klæddur og andardráttur hans
kaldur sem ís.
„Ég get ekki skilið, hvers vegna
Vorið kemur svona seint,“ sagði
Risinn eigingjarni, þar sem hann
sat við gluggann og horfði út í
hvíta og kalda garðinn sinn; „ég
vildi óska, að veðrið færi að breyt-
ast.“
En Vorið kom aldrei og ekki
Sumarið heldur. Haustið gaf sín
gullnu aldini hvarvetna, nema í
garði Risans. „Hann er of eigin-
D VÖL
gjarn,“ sagði það. Þannig hélzt
alltaf vetur í þessum garði. Og
Norðanvindurinn, Haglbylurinn,
Kuldinn og Snjórinn hoppuðu og
léku sér milli trjánna.
Morgun einn, þegar Risinn lá
vakandi í rúmi sínu, heyrði hann
unaðslegan söng. Hann lét svo
ljúft í eyra, að Risinn hélt, að
söngsnillingur konungsins væri að
koma. En í raun og veru var það
dálítil línerla, sem söng úti fyrir
glugganum hans, og þar sem svo
langt var liðið, síðan hann hafði
heyrt fugl syngja í garðinum sín-
um, fannst honum þetta vera feg-
ursti söngur í veröldinni. Þá hætti
Haglbylurinn að þjóta yfir höfði
hans, Norðanvindurinn hætti að
drynja og Ijúffengur ilmur barst
að vitum hans inn um opinn glugg-
ann. „Loksins held ég, að vorið sé
komið,“ sagði Risinn; og hann
stökk fram úr rúminu og leit út.
Hvað sá hann?
Hann sá dásamlega sýn. Gegn-
um lítið gat á múrveggnum höfðu
börnin smogið inn í garðinn, og
nú sátu þau á greinum trjánna.
Á hverju einasta tré, sem hann sá,
var lítið barn. Og trén voru svo
glöð yfir því, að börnin skyldu
vera komin aftur, að þau höfðu
öll klæðzt blómum og veifuðu grein-
unum vingjarnlega yfir höfðum
barnanna. Fuglarnir flögruðu til
og frá og sungu af einskærum
fögnuði. Blómin gægðust brosandi
upp úr grænu grasinu. Þetta var
dásamleg sjón; aðeins í einu horni