Dvöl - 01.10.1939, Side 10

Dvöl - 01.10.1939, Side 10
248 Það var eins og allt hringsnerist fyrir Sigurði, þjónninn, borðin og súlurnar í salnum. Og í móðu var sem hann sæi andlitin á Haraldi og Gunnari, þau voru blaut og þvöl og strengd af smeðjulegu brosi. — Sigurður ha, — gamli vinur, — skál! — Hann kreppti hnefana. — Þessi andlit. — Svikarar. Hann hratt þjóninum frá sér og barði út í loftið. En þar var ekkert, — alls ekkert. Hann hálfdatt niður í sæt- ið aftur. „Borga,“ tautaði hann og fór niður í vasa sinn. Svo tíndi hann seðlana út úr gamla veskinu einn eftir annan, þangað til þjónn- inn var búinn að fá nóg. Það var líkast þvi, að hann hvorki sæi eða vissi, hvað hann var að gera. Svo staulaðist hann út í forstof- una. Þar var slangur af mönnum, sumir þeirra voru kenndir. Annars voru flestir farnir, því að það var komið miðnætti. Einn mannanna vatt sér að Sigurði. „Heyrðu lasm, þú ert fullur í dag, ha?“ Sigurður var ekki í neinu glens- skapi. Hann hratt manninum frá sér, en var nærri dottinn um leið. Hann studdi sig við borðið og fálm- aði eftir frakkanum sínum. Strák- arnir fóru að hlæja. „Hjálpið þið mannræflinum í frakkann," sagði einhver. Mannræflinum, hugsaði Sigurð- ur. Það var þó fjandi hart, og hann reyndi að gera sig brattan og leit illilega umhverfis sig. Mað- urinn, sem hafði ávarpað hann í D VÖL fyrstu, myndaðist við að hjálpa honum í frakkann, þó að fullur væri. „Svona, hana nú. — Hérna, — þú misstir vasaklútinn. Við skulum bara setja hann pent í frakka- vasann. — Ha, enginn vasi? — Nú, hann er hérna megin, — hægra megin, ekki satt? Svo það er þá einn af þessum fínu, — einn af þessum nýmóðins, — einn af þess- um, sem verða ungir í annað sinn, ha?“ Hann hallaði undir flatt og skáblíndi á Sigurð. Strákarnir ráku upp gusur af hlátrum. „Hann er í umsnúnum frakka,“ sagði einhver. „Flott maður,“ sagði annar, sem var hálffullur. „Nýr hattur, ultra moderne stafur og pre-war frakki.“ — Maðurinn hló ofsalega að sinni eigin fyndni og strákarnir tóku undir, eins og í kór. En nú var Sigurður búinn að fá nóg. Honum var að visu ekki fylli- lega ljóst, að hann var fullur, enda skipti minnstu, hvað það var kall- að. Hann var veikur, veikur á lík- ama og sál. Honum var það ljóst, að hann hafði verið svikinn og gabbaður. Vinsemdin hafði verið kalt og útreiknað fláræði frá upp- hafi. Matur, vín og vindlar og svo vinsemd, jú auðvitað, hver hafði nokkurn tíma sótt eftir hans vin- semd? Og nú var aðeins hlegið að honum. Hann var hæddur og smáð- ur einmitt á þeirri stundu, sem honum var að verða ljós sín eigin smæð.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.