Dvöl - 01.10.1939, Page 24
262
hreytti hún út úr sér og stakk
vonzkulega í kjötbita. Hann laut
áfram og sló hana glettnislega í
bakið. Hún rak upp vein og kjötið
rann út af diskinum, vó salt á
borðröndinni og féll svo á gólfið.
Höggið og óhappið, sem því fylgdi,
höfðu engin smáræðis áhrif á
Blodwen. Hún reigði og teygði
langan hálsinn, andlitið eldroðn-
aði og hún þaut fram í eldhúsið,
ekki óáþekk ásýndum og reiður
hani.
„Nú er nóg komið,“ æpti hún,
„og meira en nóg.“
Og hún kastaði einhverju gler-
dóti frá sér með glamri og gaura-
gangi.
„Svona nú,“ kallaði Gomer sef-
andi til hennar, „svona nú ljúfan.
Ég held það sé ekki mikill skaði
skeður! Ofurlítið ryk setzt á þetta
seigildi. Sjáðu, allt búið. Svona,
Blod, jafnaðu þig nú. Hvar eru
kartöflurnar? Ég er svangur."
Hann vissi, að hún myndi furða
sig á þessum blíðu fortölum. Sam-
kvæmt venjunni hefði hann nú
átt að ausa yfir hana skömmun-
um. En úr eldhúsinu vék hún ekki.
Hann varp öndinni og fór til henn-
ar. Hún sneri baki við honum og
gekk að vatnshananum. Hann elti
hana og hvíslaði inn í blóðrjótt
eyra hennar.
„Svona, svona, hvað gengur að
þér, vina mín! Þú átt ekki að taka
svona á móti manni, sem kemur
þreyttur heim og hefir unnið baki
brotnu, svo að þú hafir eitthvað að
D VÖL
bíta og brenna. Líttu nú á mig,
Blod — og lofaðu mér einu sinni
að sjá þig hlæja eins og þú hlóst í
gamla daga! Sjáðu nú, sjáðu, hvað
ég kom með handa þér — “ Hann
lyfti hendinni, sem hann hafði fal-
ið fyrir aftan bak, kitlaði hana í
eyrað með rósinni og bar hana svo
upp að nefi hennar. „Finndu ilm-
inn! Festu hana í treyjuna þína.“
Hún sneri sér við og sagði
gremjulega: „Til hvers er að láta
rós í hversdagstreyjuna? Hvar náð-
irðu í þetta?“ Nú var hún heldur
að mýkjast.
„Ja, það er nú leyndarmál."
„Hana þá,“ sagði hún og hnykkti
á með höfðinu, „settu hana í bolla
á borðið.“
Meðan þau mötuðust, beindi
hún talinu enn að gamla þrætu-
eplinu, slaghörpukaupunum. „í
dag kom verölisti frá Jones & Ev-
ans. Ég held það sé hvergi eins ó-
dýrt og hjá þeim. Þar er ein, sem
ekki þarf að borga af nema sjö og
sextíu á viku.“
Andartak sigu brúnir hans reiði-
lega. Hann mælti ekki orð. Hún
hélt tali sínu áfram, og að lokum
lagði hann orð í belg:
„Við skulum athuga málið, at-
huga málið.“
Borðhaldinu var lokið og stórt
baðker úr tré dregið fram á gólfið.
Blodwen þreif kraftalega stóran
pott með sjóðandi vatni af eldinum
og hellti þvi í kerið. Gomer tíndi
af sér spjarirnar. Óhreinindin úr
námunni þöktu líkama hans. Blod-